Björn Bergmann: Miklu skemmtilegra að skora sjálfur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2011 20:15 Strákarnir fagna hér Birni Bergmann Sigurðarsyni eftir fyrra markið hans. Mynd/Vilhem Björn Bergmann Sigurðarson var hetja íslenska 21 árs landsliðsins í 2-1 sigri á Belgum á Vodafonevellinum í kvöld en þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2013. Björn Bergmann skoraði bæði mörkin þar af sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok. „Það var alveg geðveikt að byrja fyrsta leikinn svona og að ná að skora tvö mörk þótt að aðalatriðið hafi verið að vinna leikinn," sagði Björn Bergmann Sigurðarson, ánægður í leikslok. „Við duttum svolítið djúpt í seinni hálfleik sem við áttum ekki að gera en það virkaði á endanum reyndar. Það var þvílíkur léttir þegar markið kom," sagði Björn Bergmann sem hafði fengið mjög gott færi nokkru áður. „Ég ætlaði þá að setja hann undir markvörðinn en hann bara settist á hann," sagði Björn Bergmann sem bætti fyrir það með því að skora sigurmarkið úr öðru svipuðu færi. „Við ætluðum að gefa allt í þetta, halda boltanum og spila honum. Ef að það væri eitthvað vesen þá áttu menn að dúndra honum upp völlinn og við áttum síðan að reyna að vinna boltana frammi," sagði Björn Bergmann. „Við sem vorum frammi gerðum okkar besta í því að ógna með hlaupum allan tímann," sagði Björn Bergmann og það var einmitt eitt slíkt sem skilaði sigurmarkinu í lokin. Björn Bergmann var aðeins einn af þremur leikmönnum í liðinu í dag sem var með í úrslitakeppni EM í Danmörku í sumar. „Það er alveg bókað að við ætlum í annað ævintýri í þessari keppni. Þetta eru frábærir strákar og þeir eru ekkert síðri heldur en hinn hópurinn. Við reynum að fara að fara alla leið," sagði Björn Bergmann og hann var ánægður með mörkin sín. „Ég er ekki búinn að vera að skora mikið með félagsliðinu mínu og var ekki búinn að skora í síðustu fimm leikjum. Það komu tvö núna og það er alveg geðveikt," sagði Björn Bergmann sem hefur þó lagt upp ófá mörkin fyrir félaga sína í Lilleström í sumar. „Það telur líka en það er miklu skemmtilegra að skora sjálfur," sagði Björn Bergmann léttur að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Sjá meira
Björn Bergmann Sigurðarson var hetja íslenska 21 árs landsliðsins í 2-1 sigri á Belgum á Vodafonevellinum í kvöld en þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2013. Björn Bergmann skoraði bæði mörkin þar af sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok. „Það var alveg geðveikt að byrja fyrsta leikinn svona og að ná að skora tvö mörk þótt að aðalatriðið hafi verið að vinna leikinn," sagði Björn Bergmann Sigurðarson, ánægður í leikslok. „Við duttum svolítið djúpt í seinni hálfleik sem við áttum ekki að gera en það virkaði á endanum reyndar. Það var þvílíkur léttir þegar markið kom," sagði Björn Bergmann sem hafði fengið mjög gott færi nokkru áður. „Ég ætlaði þá að setja hann undir markvörðinn en hann bara settist á hann," sagði Björn Bergmann sem bætti fyrir það með því að skora sigurmarkið úr öðru svipuðu færi. „Við ætluðum að gefa allt í þetta, halda boltanum og spila honum. Ef að það væri eitthvað vesen þá áttu menn að dúndra honum upp völlinn og við áttum síðan að reyna að vinna boltana frammi," sagði Björn Bergmann. „Við sem vorum frammi gerðum okkar besta í því að ógna með hlaupum allan tímann," sagði Björn Bergmann og það var einmitt eitt slíkt sem skilaði sigurmarkinu í lokin. Björn Bergmann var aðeins einn af þremur leikmönnum í liðinu í dag sem var með í úrslitakeppni EM í Danmörku í sumar. „Það er alveg bókað að við ætlum í annað ævintýri í þessari keppni. Þetta eru frábærir strákar og þeir eru ekkert síðri heldur en hinn hópurinn. Við reynum að fara að fara alla leið," sagði Björn Bergmann og hann var ánægður með mörkin sín. „Ég er ekki búinn að vera að skora mikið með félagsliðinu mínu og var ekki búinn að skora í síðustu fimm leikjum. Það komu tvö núna og það er alveg geðveikt," sagði Björn Bergmann sem hefur þó lagt upp ófá mörkin fyrir félaga sína í Lilleström í sumar. „Það telur líka en það er miklu skemmtilegra að skora sjálfur," sagði Björn Bergmann léttur að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Sjá meira