Simpson hefur unnið sér inn 600 milljónir kr. á þessu ári Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 6. september 2011 10:00 Bandaríski kylfingurinn Webb Simpson er í miklum ham þessar vikurnar en hann landaði sínum öðrum sigri á aðeins þremur vikum á PGA mótaröðinni í golfi í gær. AP Bandaríski kylfingurinn Webb Simpson er í miklum ham þessar vikurnar en hann landaði sínum öðrum sigri á aðeins þremur vikum á PGA mótaröðinni í golfi í gær. Simpson sigraði á Deutsche Bank-meistaramótinu eftir bráðabana gegn Chez Reavie en þeir léku báðir á 15 höggum undir pari. Með sigrinum er Simpson í efsta sæti Fed-Ex úrslitakeppninnar þegar tvö mót eru eftir en hann er í dauðafæri að næla sér í gríðarlegt verðlaunafé sem er í boði fyrir sigurvegarann í úrslitakeppninni. Sigurvegarinn fær 10 milljónir dala eða sem nemur um 1,2 milljörðum kr. Simpson, sem er 26 ára gamall, fagnaði sínum fyrsta sigri á ferlinum í Greensboro fyrir þremur vikum en á því móti keppti Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum. Á þessu ári hefur Simpson fengið um 600 milljónir kr. í verðlaunafé en hann fékk um 100 milljónir kr. í verðlaunafé á árinu 2010. Luke Donald frá Englandi og efsti maður heimslistans, deildi þriðja sætinu með Brand Snedeker frá Bandaríkjunum og Ástralanum Jason Day. Þeir léku allir á -13. Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Webb Simpson er í miklum ham þessar vikurnar en hann landaði sínum öðrum sigri á aðeins þremur vikum á PGA mótaröðinni í golfi í gær. Simpson sigraði á Deutsche Bank-meistaramótinu eftir bráðabana gegn Chez Reavie en þeir léku báðir á 15 höggum undir pari. Með sigrinum er Simpson í efsta sæti Fed-Ex úrslitakeppninnar þegar tvö mót eru eftir en hann er í dauðafæri að næla sér í gríðarlegt verðlaunafé sem er í boði fyrir sigurvegarann í úrslitakeppninni. Sigurvegarinn fær 10 milljónir dala eða sem nemur um 1,2 milljörðum kr. Simpson, sem er 26 ára gamall, fagnaði sínum fyrsta sigri á ferlinum í Greensboro fyrir þremur vikum en á því móti keppti Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum. Á þessu ári hefur Simpson fengið um 600 milljónir kr. í verðlaunafé en hann fékk um 100 milljónir kr. í verðlaunafé á árinu 2010. Luke Donald frá Englandi og efsti maður heimslistans, deildi þriðja sætinu með Brand Snedeker frá Bandaríkjunum og Ástralanum Jason Day. Þeir léku allir á -13.
Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira