Forseti Villarreal telur að spænsk knattspyrna sé að deyja Stefán Árni Pálsson skrifar 30. ágúst 2011 21:00 Leikmenn Villareal réðu ekkert við Messi í gær. Mynd. / Getty Images Fernando Roig, forseti Villarreal, lætur spænska knattspyrnusambandið heyra það í fjölmiðlum og segir að verið sé að drepa smærri liðin í deildinni. Roig kallar eftir breytingum í spænska boltanum svo ekki verði alltaf um tveggja hesta kapphlaup að ræða eins og hefur verið undanfarinn ár. Barcelona og Real Madrid berjast ávallt um titilinn og ná önnur lið sjaldan að ógna þeim. „Ef við viljum að deildin snúist aðeins um tvær viðureignir, þá höldum við áfram með sama fyrirkomulag en ég er viss um að fáir vilji slíkt. Annaðhvort verður breyting á eða við eigum eftir að drepa spænska knattspyrnu," sagði Roig við spænska fjölmiðla. Villarreal tapaði 5-0 gegn Barcelona í fyrstu umferð spænsku deildarkeppninnar og félagið átti í raun aldrei möguleika gegn meisturunum. Real Madird sigraði síðan Real Zaragoza 6-0 um helgina, en það er nokkuð ljóst að aðeins tvö lið eiga eftir að berjast um meistaratitilinn. „Ég þarf að selja leikmenn til að halda félaginu gangandi fjárhagslega á meðan aðrir fá endalaus lán og virðast hafa töluvert dýpri vasa en önnur lið". „Barcelona átti sigurinn fullkomlega skilið í gær, þeir léku óaðfinnanlega á meðan við vorum virkilega lélegir". Auk þess fá Barcelona og Real Madrid gríðarlegar fjárhæðir fyrir sjónvarpsrétt á meðan önnur félög fá lítið sem ekkert miðað við risana tvo. Roig telur að á meðan ástandið sé svona þá sé ekki hægt að keppa við spænsku stórveldin, bilið mun aðeins verða breiðara. Spænski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Sjá meira
Fernando Roig, forseti Villarreal, lætur spænska knattspyrnusambandið heyra það í fjölmiðlum og segir að verið sé að drepa smærri liðin í deildinni. Roig kallar eftir breytingum í spænska boltanum svo ekki verði alltaf um tveggja hesta kapphlaup að ræða eins og hefur verið undanfarinn ár. Barcelona og Real Madrid berjast ávallt um titilinn og ná önnur lið sjaldan að ógna þeim. „Ef við viljum að deildin snúist aðeins um tvær viðureignir, þá höldum við áfram með sama fyrirkomulag en ég er viss um að fáir vilji slíkt. Annaðhvort verður breyting á eða við eigum eftir að drepa spænska knattspyrnu," sagði Roig við spænska fjölmiðla. Villarreal tapaði 5-0 gegn Barcelona í fyrstu umferð spænsku deildarkeppninnar og félagið átti í raun aldrei möguleika gegn meisturunum. Real Madird sigraði síðan Real Zaragoza 6-0 um helgina, en það er nokkuð ljóst að aðeins tvö lið eiga eftir að berjast um meistaratitilinn. „Ég þarf að selja leikmenn til að halda félaginu gangandi fjárhagslega á meðan aðrir fá endalaus lán og virðast hafa töluvert dýpri vasa en önnur lið". „Barcelona átti sigurinn fullkomlega skilið í gær, þeir léku óaðfinnanlega á meðan við vorum virkilega lélegir". Auk þess fá Barcelona og Real Madrid gríðarlegar fjárhæðir fyrir sjónvarpsrétt á meðan önnur félög fá lítið sem ekkert miðað við risana tvo. Roig telur að á meðan ástandið sé svona þá sé ekki hægt að keppa við spænsku stórveldin, bilið mun aðeins verða breiðara.
Spænski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Sjá meira