Button fagnað í Manschester í dag og býst við áframhaldandi veru hjá McLaren 30. ágúst 2011 16:57 Jenson Button var vel fagnað í Manchester í dag, en hann ók á götum borgarinnar á McLaren Formúlu 1 bíl. Mynd: McLaren F1 Jenson Button gerir ráð fyrir því að McLaren nýti sér klásúlu í samningi hans við liðið og að hann verði áfram hjá McLaren á næsta ári. Samningur hans við liðið rennur út í lok þessa keppnistímabils, en ákvæði í samningum gefur McLaren rétt á framlengingu. Í frétt á autosport.com er gefið í skyn að McLaren leiti jafnvel eftir langtímasamningi við Button, sem er 31 árs gamall og varð í þriðja sæti í mótinu á Spa á sunnudaginn. Button keyrði á götum Manchester í Englandi í dag á Formúlu 1 bíl sínum í kynningarskini fyrir McLaren og samstarfsaðila liðsins. „Ef Martin Whitmarsh vill nýta ákvæðið og segir já, þá sé ég já. Því ég vill vera hjá liðinu á næsta ári. Það er undir liðinu komið. Ég hef aldrei verið jafn sæll um borð í bílnum og við erum réttri leið", sagði Button í dag. Hann kvað óljóst hve lengi hann yrði í Formúlu 1 og benti á að trúlega hefðu Michael Schumacher og Rubens Barrichello ekki búist við því fyrir 10 árum að vera keppa í Formúlu 1 í ár. Button minntist líka á erfiðleikanna varðandi sífelld ferðalög vegna móta og sagði: „Það er erfitt. Ég var að ræða þetta við kærustu mína og það er erfitt að finna stað sem hægt er að kalla heimili. Við erum alltaf á ferðalagi. Það er það erfiðasta við starfið. Maður er aldrei lengi á sama stað", sagði Button. Hann kvað þægilegt að fara til Japan, þaðan sem kærasta hans er og þau leigja íbúð á meðan þau dvelja þar í kringum Formúlu 1 mótið. „Við ferðumst til margra frábærra landa og sjáum ólíka menningu. Við erum heppinn, en það eru jákvæðir og neikvæðir punktar við allt", sagði Button. Formúla Íþróttir Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Jenson Button gerir ráð fyrir því að McLaren nýti sér klásúlu í samningi hans við liðið og að hann verði áfram hjá McLaren á næsta ári. Samningur hans við liðið rennur út í lok þessa keppnistímabils, en ákvæði í samningum gefur McLaren rétt á framlengingu. Í frétt á autosport.com er gefið í skyn að McLaren leiti jafnvel eftir langtímasamningi við Button, sem er 31 árs gamall og varð í þriðja sæti í mótinu á Spa á sunnudaginn. Button keyrði á götum Manchester í Englandi í dag á Formúlu 1 bíl sínum í kynningarskini fyrir McLaren og samstarfsaðila liðsins. „Ef Martin Whitmarsh vill nýta ákvæðið og segir já, þá sé ég já. Því ég vill vera hjá liðinu á næsta ári. Það er undir liðinu komið. Ég hef aldrei verið jafn sæll um borð í bílnum og við erum réttri leið", sagði Button í dag. Hann kvað óljóst hve lengi hann yrði í Formúlu 1 og benti á að trúlega hefðu Michael Schumacher og Rubens Barrichello ekki búist við því fyrir 10 árum að vera keppa í Formúlu 1 í ár. Button minntist líka á erfiðleikanna varðandi sífelld ferðalög vegna móta og sagði: „Það er erfitt. Ég var að ræða þetta við kærustu mína og það er erfitt að finna stað sem hægt er að kalla heimili. Við erum alltaf á ferðalagi. Það er það erfiðasta við starfið. Maður er aldrei lengi á sama stað", sagði Button. Hann kvað þægilegt að fara til Japan, þaðan sem kærasta hans er og þau leigja íbúð á meðan þau dvelja þar í kringum Formúlu 1 mótið. „Við ferðumst til margra frábærra landa og sjáum ólíka menningu. Við erum heppinn, en það eru jákvæðir og neikvæðir punktar við allt", sagði Button.
Formúla Íþróttir Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira