Button fagnað í Manschester í dag og býst við áframhaldandi veru hjá McLaren 30. ágúst 2011 16:57 Jenson Button var vel fagnað í Manchester í dag, en hann ók á götum borgarinnar á McLaren Formúlu 1 bíl. Mynd: McLaren F1 Jenson Button gerir ráð fyrir því að McLaren nýti sér klásúlu í samningi hans við liðið og að hann verði áfram hjá McLaren á næsta ári. Samningur hans við liðið rennur út í lok þessa keppnistímabils, en ákvæði í samningum gefur McLaren rétt á framlengingu. Í frétt á autosport.com er gefið í skyn að McLaren leiti jafnvel eftir langtímasamningi við Button, sem er 31 árs gamall og varð í þriðja sæti í mótinu á Spa á sunnudaginn. Button keyrði á götum Manchester í Englandi í dag á Formúlu 1 bíl sínum í kynningarskini fyrir McLaren og samstarfsaðila liðsins. „Ef Martin Whitmarsh vill nýta ákvæðið og segir já, þá sé ég já. Því ég vill vera hjá liðinu á næsta ári. Það er undir liðinu komið. Ég hef aldrei verið jafn sæll um borð í bílnum og við erum réttri leið", sagði Button í dag. Hann kvað óljóst hve lengi hann yrði í Formúlu 1 og benti á að trúlega hefðu Michael Schumacher og Rubens Barrichello ekki búist við því fyrir 10 árum að vera keppa í Formúlu 1 í ár. Button minntist líka á erfiðleikanna varðandi sífelld ferðalög vegna móta og sagði: „Það er erfitt. Ég var að ræða þetta við kærustu mína og það er erfitt að finna stað sem hægt er að kalla heimili. Við erum alltaf á ferðalagi. Það er það erfiðasta við starfið. Maður er aldrei lengi á sama stað", sagði Button. Hann kvað þægilegt að fara til Japan, þaðan sem kærasta hans er og þau leigja íbúð á meðan þau dvelja þar í kringum Formúlu 1 mótið. „Við ferðumst til margra frábærra landa og sjáum ólíka menningu. Við erum heppinn, en það eru jákvæðir og neikvæðir punktar við allt", sagði Button. Formúla Íþróttir Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Jenson Button gerir ráð fyrir því að McLaren nýti sér klásúlu í samningi hans við liðið og að hann verði áfram hjá McLaren á næsta ári. Samningur hans við liðið rennur út í lok þessa keppnistímabils, en ákvæði í samningum gefur McLaren rétt á framlengingu. Í frétt á autosport.com er gefið í skyn að McLaren leiti jafnvel eftir langtímasamningi við Button, sem er 31 árs gamall og varð í þriðja sæti í mótinu á Spa á sunnudaginn. Button keyrði á götum Manchester í Englandi í dag á Formúlu 1 bíl sínum í kynningarskini fyrir McLaren og samstarfsaðila liðsins. „Ef Martin Whitmarsh vill nýta ákvæðið og segir já, þá sé ég já. Því ég vill vera hjá liðinu á næsta ári. Það er undir liðinu komið. Ég hef aldrei verið jafn sæll um borð í bílnum og við erum réttri leið", sagði Button í dag. Hann kvað óljóst hve lengi hann yrði í Formúlu 1 og benti á að trúlega hefðu Michael Schumacher og Rubens Barrichello ekki búist við því fyrir 10 árum að vera keppa í Formúlu 1 í ár. Button minntist líka á erfiðleikanna varðandi sífelld ferðalög vegna móta og sagði: „Það er erfitt. Ég var að ræða þetta við kærustu mína og það er erfitt að finna stað sem hægt er að kalla heimili. Við erum alltaf á ferðalagi. Það er það erfiðasta við starfið. Maður er aldrei lengi á sama stað", sagði Button. Hann kvað þægilegt að fara til Japan, þaðan sem kærasta hans er og þau leigja íbúð á meðan þau dvelja þar í kringum Formúlu 1 mótið. „Við ferðumst til margra frábærra landa og sjáum ólíka menningu. Við erum heppinn, en það eru jákvæðir og neikvæðir punktar við allt", sagði Button.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira