J.B. Holmes á leiðinni í heilaskurðaðgerð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2011 22:00 Holmes slær úr glompu. Nordic Photos/AFP Bandaríski kylfingurinn J.B. Holmes gengst í næstu viku undir heilaskurðaðgerð. Holmes var nýlega greindur með „Chiari malformation", sem er galli í þeim stöðvum heilans sem stýra jafnvægisskyni. Holmes hefur liðið afar illa undanfarna mánuði. Ógleði, svimi, höfuðverkur, sjóntruflanir og slæmt jafnvægisskyn eru meðal þeirra fylgikvilla sem hann hefur fundið fyrir. Holmes er létt að búið sé að greina hvað sé að hjá honum. „Það er léttir að vita að það sé til heiti á því sem ég hef glímt við undanfarna mánuði og að ég eigi góðan möguleika á að snú aftur í golfið og lifa eðlilegu lífi," sagði Holmes. Holmes gengst undir aðgerðina á hinu fræga John Hopkins sjúkrahúsi í Baltimore í næstu viku. Það er ekki að heyra á Holmes að hann kvíði aðgerðinni. „Ég veit að fólk fær alls konar myndir í hausinn þegar það heyrir minnst á heilaskurðaðgerð. En aðgerðinni fylgir lítil áhætta og hún tekur aðeins eina og hálfa klukkustund," sagði Holmes. Holmes, sem er afar högglangur kylfingur, hefur spilað á PGA-mótaröðinni frá árinu 2003 og verið meðal tíu efstu í fimm mótum á þessu ári. Heildartekjur hans á árinu eru 1.4 milljónir dollara eða sem nemur um 160 milljónum íslenskra króna. Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn J.B. Holmes gengst í næstu viku undir heilaskurðaðgerð. Holmes var nýlega greindur með „Chiari malformation", sem er galli í þeim stöðvum heilans sem stýra jafnvægisskyni. Holmes hefur liðið afar illa undanfarna mánuði. Ógleði, svimi, höfuðverkur, sjóntruflanir og slæmt jafnvægisskyn eru meðal þeirra fylgikvilla sem hann hefur fundið fyrir. Holmes er létt að búið sé að greina hvað sé að hjá honum. „Það er léttir að vita að það sé til heiti á því sem ég hef glímt við undanfarna mánuði og að ég eigi góðan möguleika á að snú aftur í golfið og lifa eðlilegu lífi," sagði Holmes. Holmes gengst undir aðgerðina á hinu fræga John Hopkins sjúkrahúsi í Baltimore í næstu viku. Það er ekki að heyra á Holmes að hann kvíði aðgerðinni. „Ég veit að fólk fær alls konar myndir í hausinn þegar það heyrir minnst á heilaskurðaðgerð. En aðgerðinni fylgir lítil áhætta og hún tekur aðeins eina og hálfa klukkustund," sagði Holmes. Holmes, sem er afar högglangur kylfingur, hefur spilað á PGA-mótaröðinni frá árinu 2003 og verið meðal tíu efstu í fimm mótum á þessu ári. Heildartekjur hans á árinu eru 1.4 milljónir dollara eða sem nemur um 160 milljónum íslenskra króna.
Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira