Kínverski auðjöfurinn ætlar að fjárfesta fyrir 10-20 milljarða 25. ágúst 2011 18:37 Ákvörðun kínversks auðjöfurs að byggja upp lúxushótel á Grímsstöðum á Fjöllum og í Reykjavík, fyrir tíu til tuttugu milljarða króna, er langstærsta fjárfesting af þessu tagi í ferðaþjónustu á Íslandi. Þetta er Huang Nubo, maðurinn sem verður einn stærsti landeigandi á Íslandi, fallist stjórnvöld á kaup hans á þremur fjórðu hluta jarðarinnar Grímsstaða. Áhuga hans á Íslandi má rekja til Hjörleifs Sveinbjörnssonar þegar þeir voru ungir námsmenn í Peking-háskóla. „Við vorum saman í námi fyrir um þrjátíu árum síðan. Hann varð svo athafnamaður á Íslandi," segir Hjörleifur. Sem stjórnarformaður félagsins ZhongKun í Peking er Nubo orðinn umsvifamikill í ferðaþjónustu, ekki aðeins í Kína heldur einnig í Bandaríkjunum og Japan. „Hann sér fyrir sér að Ísland verði næsta ferðamannaparadís heimsins en þarna er verið að tala um tíu til tuttugu milljarða fjárfestingu," segir Hjörleifur. Þegar horft er á landakortið skilst hversvegna slíkur maður sjái tækifæri á Grímsstöðum á Fjöllum, sem liggur vel við náttúruundrum eins og Mývatni, Dettifossi, Ásbyrgi, Herðubreið, Öskju og Kverkfjöllum. Á næstu þremur til fjórum árum hyggst hann byggja upp 120 herbergja lúxushótel á Grímsstöðum, golfvöll og hestabúgarð og í Reykjavík tvöfalt stærra lúxushótel. Þá er hann að spá í flugfélag til að flytja fólk á milli hótelanna. Þetta á að verða heilsársrekstur. Hjörleifur telur að uppbyggingin muni hafa jákvæð áhrif, ekki síst norðaustanlands. „Þetta er metnaðarfull ferðamennska, og hún er græn auk þess sem þetta skilar miklum peningum til landsins," segir Hjörleifur. Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri fagnar þessum áformum, segir þau stórtíðindi, og segir að viðlíka fjárfesting á þessu sviði ferðaþjónustunnar á Íslandi sé óþekkt. Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Ákvörðun kínversks auðjöfurs að byggja upp lúxushótel á Grímsstöðum á Fjöllum og í Reykjavík, fyrir tíu til tuttugu milljarða króna, er langstærsta fjárfesting af þessu tagi í ferðaþjónustu á Íslandi. Þetta er Huang Nubo, maðurinn sem verður einn stærsti landeigandi á Íslandi, fallist stjórnvöld á kaup hans á þremur fjórðu hluta jarðarinnar Grímsstaða. Áhuga hans á Íslandi má rekja til Hjörleifs Sveinbjörnssonar þegar þeir voru ungir námsmenn í Peking-háskóla. „Við vorum saman í námi fyrir um þrjátíu árum síðan. Hann varð svo athafnamaður á Íslandi," segir Hjörleifur. Sem stjórnarformaður félagsins ZhongKun í Peking er Nubo orðinn umsvifamikill í ferðaþjónustu, ekki aðeins í Kína heldur einnig í Bandaríkjunum og Japan. „Hann sér fyrir sér að Ísland verði næsta ferðamannaparadís heimsins en þarna er verið að tala um tíu til tuttugu milljarða fjárfestingu," segir Hjörleifur. Þegar horft er á landakortið skilst hversvegna slíkur maður sjái tækifæri á Grímsstöðum á Fjöllum, sem liggur vel við náttúruundrum eins og Mývatni, Dettifossi, Ásbyrgi, Herðubreið, Öskju og Kverkfjöllum. Á næstu þremur til fjórum árum hyggst hann byggja upp 120 herbergja lúxushótel á Grímsstöðum, golfvöll og hestabúgarð og í Reykjavík tvöfalt stærra lúxushótel. Þá er hann að spá í flugfélag til að flytja fólk á milli hótelanna. Þetta á að verða heilsársrekstur. Hjörleifur telur að uppbyggingin muni hafa jákvæð áhrif, ekki síst norðaustanlands. „Þetta er metnaðarfull ferðamennska, og hún er græn auk þess sem þetta skilar miklum peningum til landsins," segir Hjörleifur. Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri fagnar þessum áformum, segir þau stórtíðindi, og segir að viðlíka fjárfesting á þessu sviði ferðaþjónustunnar á Íslandi sé óþekkt.
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira