Mercedes ekki að afskrifa Schumacher 26. ágúst 2011 12:53 Michael Schumacher áritar fyrir áhorfendur á Spa brautinni. Mynd: Mercedes GP Nobert Haug hjá Mercedes segir að Schumacher geti enn komið á óvart í Formúlu 1, en hann hefur ekki unnið mót síðan hann hóf að keppa að nýju í fyrra. Schumacher náði besta tíma á æfingu á Spa brautinni í morgun, en reyndar háði það mörgum öðrum að rigning setti mark sitt á æfinguna og Schumacher náði besta tíma á þurri braut. Nico Rosberg liðsfélagi Schumacher var með næst besta tíma, en hann er ofar Schumacher í stigamóti ökumanna og var það í fyrra líka í lok mótaraðarinnar. Nokkur umræða hefur verið um misgóðan árangur Schumacher í mótum, en Haug hefur fulla trú á sínum manni, sem byrjaði að keppa í Formúlu 1 árið 1991, fyrir 20 árum síðan á Spa brautinni. Schumahcer hefur oft verið spurður hvort hann verði áfram hjá Mercedes á næsta ári, eins og samningur hans segir til um og hann hefur staðfest að svo verði. „Ef tölvugögn eru skoðuð og farið gegnum aksturstímanna að þá eru nokkur mót þar sem hann hefur verið á svipuðum hraða eða meiri en Nico", sagði Haug um akstur Schumacher í ár í frétt á autosport.com. „Hann er framúrskarandi í fyrstu hringjunum og það þarf góðan ökumann til að gera slíkt á reglubundinn hátt. Þetta er ekki tilviljun og engin hefur farið framúr fleiri bílum í fyrsta hring, þó það sé auðveldara að gera slíkt þegar þú ræsir af stað í áttunda eða tíunda sæti, en ef þú ert fremstur á ráslínu. Við höfum séð góða takta og andinn er til staðar." „Það gæti verið skrítið að segja það, en Michael getur komið á óvart, jafnvel eftir þennan tíma. Á meðan sumir afskrifa hann, þá munum við ekki gera þau mistök", sagði Haug og minntist á góða frammistöðu Schumacher í Kanada á þessu ári. Þá varð Schumacher í fjórða sæti. Formúla Íþróttir Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Nobert Haug hjá Mercedes segir að Schumacher geti enn komið á óvart í Formúlu 1, en hann hefur ekki unnið mót síðan hann hóf að keppa að nýju í fyrra. Schumacher náði besta tíma á æfingu á Spa brautinni í morgun, en reyndar háði það mörgum öðrum að rigning setti mark sitt á æfinguna og Schumacher náði besta tíma á þurri braut. Nico Rosberg liðsfélagi Schumacher var með næst besta tíma, en hann er ofar Schumacher í stigamóti ökumanna og var það í fyrra líka í lok mótaraðarinnar. Nokkur umræða hefur verið um misgóðan árangur Schumacher í mótum, en Haug hefur fulla trú á sínum manni, sem byrjaði að keppa í Formúlu 1 árið 1991, fyrir 20 árum síðan á Spa brautinni. Schumahcer hefur oft verið spurður hvort hann verði áfram hjá Mercedes á næsta ári, eins og samningur hans segir til um og hann hefur staðfest að svo verði. „Ef tölvugögn eru skoðuð og farið gegnum aksturstímanna að þá eru nokkur mót þar sem hann hefur verið á svipuðum hraða eða meiri en Nico", sagði Haug um akstur Schumacher í ár í frétt á autosport.com. „Hann er framúrskarandi í fyrstu hringjunum og það þarf góðan ökumann til að gera slíkt á reglubundinn hátt. Þetta er ekki tilviljun og engin hefur farið framúr fleiri bílum í fyrsta hring, þó það sé auðveldara að gera slíkt þegar þú ræsir af stað í áttunda eða tíunda sæti, en ef þú ert fremstur á ráslínu. Við höfum séð góða takta og andinn er til staðar." „Það gæti verið skrítið að segja það, en Michael getur komið á óvart, jafnvel eftir þennan tíma. Á meðan sumir afskrifa hann, þá munum við ekki gera þau mistök", sagði Haug og minntist á góða frammistöðu Schumacher í Kanada á þessu ári. Þá varð Schumacher í fjórða sæti.
Formúla Íþróttir Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira