Mercedes ekki að afskrifa Schumacher 26. ágúst 2011 12:53 Michael Schumacher áritar fyrir áhorfendur á Spa brautinni. Mynd: Mercedes GP Nobert Haug hjá Mercedes segir að Schumacher geti enn komið á óvart í Formúlu 1, en hann hefur ekki unnið mót síðan hann hóf að keppa að nýju í fyrra. Schumacher náði besta tíma á æfingu á Spa brautinni í morgun, en reyndar háði það mörgum öðrum að rigning setti mark sitt á æfinguna og Schumacher náði besta tíma á þurri braut. Nico Rosberg liðsfélagi Schumacher var með næst besta tíma, en hann er ofar Schumacher í stigamóti ökumanna og var það í fyrra líka í lok mótaraðarinnar. Nokkur umræða hefur verið um misgóðan árangur Schumacher í mótum, en Haug hefur fulla trú á sínum manni, sem byrjaði að keppa í Formúlu 1 árið 1991, fyrir 20 árum síðan á Spa brautinni. Schumahcer hefur oft verið spurður hvort hann verði áfram hjá Mercedes á næsta ári, eins og samningur hans segir til um og hann hefur staðfest að svo verði. „Ef tölvugögn eru skoðuð og farið gegnum aksturstímanna að þá eru nokkur mót þar sem hann hefur verið á svipuðum hraða eða meiri en Nico", sagði Haug um akstur Schumacher í ár í frétt á autosport.com. „Hann er framúrskarandi í fyrstu hringjunum og það þarf góðan ökumann til að gera slíkt á reglubundinn hátt. Þetta er ekki tilviljun og engin hefur farið framúr fleiri bílum í fyrsta hring, þó það sé auðveldara að gera slíkt þegar þú ræsir af stað í áttunda eða tíunda sæti, en ef þú ert fremstur á ráslínu. Við höfum séð góða takta og andinn er til staðar." „Það gæti verið skrítið að segja það, en Michael getur komið á óvart, jafnvel eftir þennan tíma. Á meðan sumir afskrifa hann, þá munum við ekki gera þau mistök", sagði Haug og minntist á góða frammistöðu Schumacher í Kanada á þessu ári. Þá varð Schumacher í fjórða sæti. Formúla Íþróttir Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Nobert Haug hjá Mercedes segir að Schumacher geti enn komið á óvart í Formúlu 1, en hann hefur ekki unnið mót síðan hann hóf að keppa að nýju í fyrra. Schumacher náði besta tíma á æfingu á Spa brautinni í morgun, en reyndar háði það mörgum öðrum að rigning setti mark sitt á æfinguna og Schumacher náði besta tíma á þurri braut. Nico Rosberg liðsfélagi Schumacher var með næst besta tíma, en hann er ofar Schumacher í stigamóti ökumanna og var það í fyrra líka í lok mótaraðarinnar. Nokkur umræða hefur verið um misgóðan árangur Schumacher í mótum, en Haug hefur fulla trú á sínum manni, sem byrjaði að keppa í Formúlu 1 árið 1991, fyrir 20 árum síðan á Spa brautinni. Schumahcer hefur oft verið spurður hvort hann verði áfram hjá Mercedes á næsta ári, eins og samningur hans segir til um og hann hefur staðfest að svo verði. „Ef tölvugögn eru skoðuð og farið gegnum aksturstímanna að þá eru nokkur mót þar sem hann hefur verið á svipuðum hraða eða meiri en Nico", sagði Haug um akstur Schumacher í ár í frétt á autosport.com. „Hann er framúrskarandi í fyrstu hringjunum og það þarf góðan ökumann til að gera slíkt á reglubundinn hátt. Þetta er ekki tilviljun og engin hefur farið framúr fleiri bílum í fyrsta hring, þó það sé auðveldara að gera slíkt þegar þú ræsir af stað í áttunda eða tíunda sæti, en ef þú ert fremstur á ráslínu. Við höfum séð góða takta og andinn er til staðar." „Það gæti verið skrítið að segja það, en Michael getur komið á óvart, jafnvel eftir þennan tíma. Á meðan sumir afskrifa hann, þá munum við ekki gera þau mistök", sagði Haug og minntist á góða frammistöðu Schumacher í Kanada á þessu ári. Þá varð Schumacher í fjórða sæti.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira