Thomas Björn hafði betur í fimm manna bráðabana Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 29. ágúst 2011 10:15 Danski kylfingurinn Thomas Björn stóð uppi sem sigurvegari á Johnnie Walker meistaramótinu sem fram fór á Gleneagles vellinum í Skotlandi. Getty Images / Nordic Photos Danski kylfingurinn Thomas Björn stóð uppi sem sigurvegari á Johnnie Walker meistaramótinu sem fram fór á Gleneagles vellinum í Skotlandi. Björn hafði betur gegn fjórum öðrum kylfingum í bráðabana um sigurinn en fimm kylfingar voru efstir og jafnir eftir 72 holur. Björn lék lokahringinn á 69 höggum eða -3 og samtals var hann á -11. George Coetzee, Bernd Wiesberger og Pablo Larrazábal voru allir á sama skori. Wiesberger og Larrazábal féllu úr keppni strax á fyrstu holu í bráðabana. Foster féll úr leik eftir þrjár holur og Björn landaði sigrinum á fimmtu holu með því að fá fugl. Björn, sem er fertugur, virðist vera að ná sér á strik á nýjan leik en hann varð fjórði á opna breska meistaramótinu á þessu ári. Þetta er annar sigur hans á þessu ári en hann sigraði á Katar meistaramótinu fyrr á þessu ári. Alls hefur Björn unnið 12 mót á Evrópumótaröðinni en hann er núna í 55. sæti heimslistans en hann var í 70. sæti fyrir mótið í Skotlandi. Golf Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Danski kylfingurinn Thomas Björn stóð uppi sem sigurvegari á Johnnie Walker meistaramótinu sem fram fór á Gleneagles vellinum í Skotlandi. Björn hafði betur gegn fjórum öðrum kylfingum í bráðabana um sigurinn en fimm kylfingar voru efstir og jafnir eftir 72 holur. Björn lék lokahringinn á 69 höggum eða -3 og samtals var hann á -11. George Coetzee, Bernd Wiesberger og Pablo Larrazábal voru allir á sama skori. Wiesberger og Larrazábal féllu úr keppni strax á fyrstu holu í bráðabana. Foster féll úr leik eftir þrjár holur og Björn landaði sigrinum á fimmtu holu með því að fá fugl. Björn, sem er fertugur, virðist vera að ná sér á strik á nýjan leik en hann varð fjórði á opna breska meistaramótinu á þessu ári. Þetta er annar sigur hans á þessu ári en hann sigraði á Katar meistaramótinu fyrr á þessu ári. Alls hefur Björn unnið 12 mót á Evrópumótaröðinni en hann er núna í 55. sæti heimslistans en hann var í 70. sæti fyrir mótið í Skotlandi.
Golf Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira