Íslenski boltinn

Hermann og Heiðar ekki með - fjórar breytingar á A-landsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hermann Hreiðarsson.
Hermann Hreiðarsson. Mynd/Daníel
Hermann Hreiðarsson, Heiðar Helguson, Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson verða ekki með íslenska landsliðinu í leikjunum á móti Noregi og Kýpur í undankeppni EM. Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur kallað inn fjóra nýja menn í hópinn.

Allir þessir fjórir leikmenn gátu ekki spilað með sínum félagsliðum um helgina vegna meiðsla.

Ólafur hefur kallað á þá Steinþór Freyr Þorsteinsson, Matthías Vilhjálmsson, Hallgrím Jónasson og Guðmund Kristjánsson í stað þeirra. Matthías og Guðmundur spila hér heima með FH og Breiðabliki en Steinþór leikur í Noregi og Hallgrímur spilar í Svíþjóð.

Það kemur líka fram á heimasíðu KSÍ að það sé möguleiki á því að Aron Einar verði leikfær fyrir leikinn gegn Kýpur sem fer fram á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 6. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×