Mikið undir á Sedgefield-vellinum - Ólafur Björn mætir stjörnunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. ágúst 2011 17:30 Davis Love verður á svæðinu líkt og fjölmargar aðrar golfstjörnur. Nordic Photos/AFP Kylfingurinn Ólafur Björn Loftsson verður í góðum félagsskap þegar hann keppir á PGA-móti á Sedgefield-golfvellinum í Greensboro síðar í vikunni. Margir af bestu og frægustu golfurum heimsins hafa boðað komu sína á mótið. PGA-mótið er það síðasta á mótaröðinni áður en kemur að FedEx-úrslitakeppninni sem hefst síðar í mánuðinum. Aðeins 125 stigahæstu kylfingarnir á PGA-mótaröðinni komast í úrslitakeppnina og því verður hart barist á Sedgefield-vellinum. Englendingarnir Ian Poulter og Paul Casey, sem verma 16. og 17. sæti heimslistans, eru hæst skrifuðu golfararnir á mótinu. Báðir hafa unnið ellefu sigra á evrópsku mótaröðinni en ekkert risamót. Bandaríkjamennirnir David Toms, Justin Leonard, Davis Love III, David Duval og Bill Haas verða allir mættir. Toms og Love eiga m.a. sigur á PGA-meistaramótinu að baki og Duval og Leonard sigur á Opna breska. Love vann sigur í FedEx-úrslitakeppninni í fyrra. Haas, sem vermir 40. sæti heimslistans, verður því sem næst á heimavelli en hann er uppalinn í Charlotte í Norður-Karólínu þar sem Ólafur Björn hefur verið í háskólanámi. Suður-Afríkumennirnir Retief Goosen og Ernie Els, sem eru í 24. sæti og 32. sæti heimslistans, verða meðal keppenda. Goosen, sem sótt hefur Ísland heim, hefur í tvígang haft sigur á Opna bandaríska meistaramótinu og sömu sögu má segja um Els. Els á einnig sigur á Opna breska á ferilskránni. Þá verða Írinn og Íslandsvinurinn Padraig Harrington, Angel Cabrera frá Argentínu, Suður-Kóreumaðurinn Kim Kyung-Tae sem vermir 20. sæti heimslistans á meðal keppenda. EKki má gleyma Vijay Singh frá Fídjieyjum auk Jason Dufner sem glutraði niður forystu sinni á PGA-meistaramótinu í Atlanta í gær. Keppni í mótinu hefst á fimmtudaginn. Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Kylfingurinn Ólafur Björn Loftsson verður í góðum félagsskap þegar hann keppir á PGA-móti á Sedgefield-golfvellinum í Greensboro síðar í vikunni. Margir af bestu og frægustu golfurum heimsins hafa boðað komu sína á mótið. PGA-mótið er það síðasta á mótaröðinni áður en kemur að FedEx-úrslitakeppninni sem hefst síðar í mánuðinum. Aðeins 125 stigahæstu kylfingarnir á PGA-mótaröðinni komast í úrslitakeppnina og því verður hart barist á Sedgefield-vellinum. Englendingarnir Ian Poulter og Paul Casey, sem verma 16. og 17. sæti heimslistans, eru hæst skrifuðu golfararnir á mótinu. Báðir hafa unnið ellefu sigra á evrópsku mótaröðinni en ekkert risamót. Bandaríkjamennirnir David Toms, Justin Leonard, Davis Love III, David Duval og Bill Haas verða allir mættir. Toms og Love eiga m.a. sigur á PGA-meistaramótinu að baki og Duval og Leonard sigur á Opna breska. Love vann sigur í FedEx-úrslitakeppninni í fyrra. Haas, sem vermir 40. sæti heimslistans, verður því sem næst á heimavelli en hann er uppalinn í Charlotte í Norður-Karólínu þar sem Ólafur Björn hefur verið í háskólanámi. Suður-Afríkumennirnir Retief Goosen og Ernie Els, sem eru í 24. sæti og 32. sæti heimslistans, verða meðal keppenda. Goosen, sem sótt hefur Ísland heim, hefur í tvígang haft sigur á Opna bandaríska meistaramótinu og sömu sögu má segja um Els. Els á einnig sigur á Opna breska á ferilskránni. Þá verða Írinn og Íslandsvinurinn Padraig Harrington, Angel Cabrera frá Argentínu, Suður-Kóreumaðurinn Kim Kyung-Tae sem vermir 20. sæti heimslistans á meðal keppenda. EKki má gleyma Vijay Singh frá Fídjieyjum auk Jason Dufner sem glutraði niður forystu sinni á PGA-meistaramótinu í Atlanta í gær. Keppni í mótinu hefst á fimmtudaginn.
Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira