Kjúklingalið hjá Skagamönnum í kvöld - þjálfarinn hefur ekki áhyggjur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2011 16:16 Þórður Þórðarson, þjálfari Skagamanna. Mynd/Hag Skagamenn geta tryggt sér sæti í Pepsi-deild karla í kvöld þegar þeir mæta ÍR-ingum upp í Mjódd í 17. umferð 1. deildar karla. ÍA-liðið vantar aðeins eitt stig til þess að komast aftur upp í úrvalsdeildina þar sem að liðið spilaði síðast sumarið 2008. „Það vantar mjög mikið í liðið hjá okkur," sagði Þórður Þórðarson, þjálfari Skagamanna, en teflir hann fram hálfgerðu kjúklingaliði í kvöld? „Að stórum hluta," sagði Þórður. Gary Martin er í leikbanni á móti ÍR í kvöld, Arnar Már Guðjónsson meiddist í síðasta leik, Guðmundur Böðvar Guðjónsson ristarbrotnaði í síðasta leik og Heimir Einarsson er meiddur í baki. „Stefán Þórðarson er líka meiddur í baki en hann er að koma til og verður á bekknum í kvöld. Svo voru fimm strákar úr æfingahópnum okkar að fara í skóla í Bandaríkjunum þar af eru tveir strákar, Andri Geir Alexandersson og Ragnar Leósson, sem eru búnir að vera í 18 manna hópnum í allt sumar. Þetta er svolítið mikil blóðtaka á stuttum tíma," segir Þórður. „Við erum með stóran og breiðan hóp og ég treysti þessum strákum sem koma inn alveg hundrað prósent. Við erum alveg slakir og þetta er allt í góðu," segir Þórður. ÍA tapaði sínum fyrsta leik í 1. deildinni í sumar þegar þeir fengu Guðjón Þórðarson og lærisveina hans í BÍ/Bolungarvík í heimsókn á föstudagskvöldið. „Við ætluðum að setja punktinn yfir i-ið á föstudaginn en það tókst ekki. Við stefnum bara á að gera það í kvöld. Við höfum sex leiki til að ná í þetta eina stig svo framarlega sem hin liðin vinna allt," segir Þórður. „Þetta er búið að vera stórkostlegt sumar. Það sýnir styrkinn á hópnum hjá okkur að við getum ráðið við það að missa tíu menn út úr hópnum á tíu dögum. Við erum samt með fínt lið þannig að við erum hvergi bangnir fyrir kvöldið," sagði Þórður. Íslenski boltinn Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Sjá meira
Skagamenn geta tryggt sér sæti í Pepsi-deild karla í kvöld þegar þeir mæta ÍR-ingum upp í Mjódd í 17. umferð 1. deildar karla. ÍA-liðið vantar aðeins eitt stig til þess að komast aftur upp í úrvalsdeildina þar sem að liðið spilaði síðast sumarið 2008. „Það vantar mjög mikið í liðið hjá okkur," sagði Þórður Þórðarson, þjálfari Skagamanna, en teflir hann fram hálfgerðu kjúklingaliði í kvöld? „Að stórum hluta," sagði Þórður. Gary Martin er í leikbanni á móti ÍR í kvöld, Arnar Már Guðjónsson meiddist í síðasta leik, Guðmundur Böðvar Guðjónsson ristarbrotnaði í síðasta leik og Heimir Einarsson er meiddur í baki. „Stefán Þórðarson er líka meiddur í baki en hann er að koma til og verður á bekknum í kvöld. Svo voru fimm strákar úr æfingahópnum okkar að fara í skóla í Bandaríkjunum þar af eru tveir strákar, Andri Geir Alexandersson og Ragnar Leósson, sem eru búnir að vera í 18 manna hópnum í allt sumar. Þetta er svolítið mikil blóðtaka á stuttum tíma," segir Þórður. „Við erum með stóran og breiðan hóp og ég treysti þessum strákum sem koma inn alveg hundrað prósent. Við erum alveg slakir og þetta er allt í góðu," segir Þórður. ÍA tapaði sínum fyrsta leik í 1. deildinni í sumar þegar þeir fengu Guðjón Þórðarson og lærisveina hans í BÍ/Bolungarvík í heimsókn á föstudagskvöldið. „Við ætluðum að setja punktinn yfir i-ið á föstudaginn en það tókst ekki. Við stefnum bara á að gera það í kvöld. Við höfum sex leiki til að ná í þetta eina stig svo framarlega sem hin liðin vinna allt," segir Þórður. „Þetta er búið að vera stórkostlegt sumar. Það sýnir styrkinn á hópnum hjá okkur að við getum ráðið við það að missa tíu menn út úr hópnum á tíu dögum. Við erum samt með fínt lið þannig að við erum hvergi bangnir fyrir kvöldið," sagði Þórður.
Íslenski boltinn Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Sjá meira