Ólafur komst ekki í gegnum niðurskurðinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. ágúst 2011 20:26 Ólafur Björn Loftsson. Mynd/GVA Ólafur Björn Loftsson er úr leik á Wyndham PGA-mótinu í Bandaríkjunum en hann var aðeins einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Ólafur lék á pari vallarins í dag en honum gekk mjög vel lengst af. Hann var langoftast að skila sér inn á flöt í tilsettum höggum en þurfti þó yfirleitt að tvípútta. Fékk hann því par á sextán af átján holum dagsins. Fuglinn kom á fimmtu holu, rétt eins og í gær, en honum gekk ekki eins vel á síðari níu og á fyrsta keppnisdeginum. Þá fékk hann þrjá fugla og einn skolla en í dag paraði hann allar og fékk þar að auki skolla á fjórtándu holu. Hefði Ólafur Björn haldið sér á einu höggi undir pari í dag hefði hann komist í gegnum niðurskurðinn og er því niðurstaðan afar svekkjandi fyrir okkar mann. Hann lék á samtals 138 höggum en þeir sem léku á 137 höggum eða færri komast áfram. Þetta var í fyrsta sinn sem Íslendingur keppir á móti í PGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi. Ólafur Björn er enn áhugamaður en hann stefnir á að gerast atvinnumaður eftir að hann útskrifast úr skóla í Bandaríkjunum í vor. Var þetta því vonandi hans fyrsta af mörgum PGA-mótum en hann fékk talsverða athygli í sjónvarpsútsendingu Bandaríkjanna frá mótinu. Heimamaðurinn Tommy Gainey er efstur eftir fyrstu tvo keppnisdagana á samtals tólf höggum undir pari. Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ólafur Björn Loftsson er úr leik á Wyndham PGA-mótinu í Bandaríkjunum en hann var aðeins einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Ólafur lék á pari vallarins í dag en honum gekk mjög vel lengst af. Hann var langoftast að skila sér inn á flöt í tilsettum höggum en þurfti þó yfirleitt að tvípútta. Fékk hann því par á sextán af átján holum dagsins. Fuglinn kom á fimmtu holu, rétt eins og í gær, en honum gekk ekki eins vel á síðari níu og á fyrsta keppnisdeginum. Þá fékk hann þrjá fugla og einn skolla en í dag paraði hann allar og fékk þar að auki skolla á fjórtándu holu. Hefði Ólafur Björn haldið sér á einu höggi undir pari í dag hefði hann komist í gegnum niðurskurðinn og er því niðurstaðan afar svekkjandi fyrir okkar mann. Hann lék á samtals 138 höggum en þeir sem léku á 137 höggum eða færri komast áfram. Þetta var í fyrsta sinn sem Íslendingur keppir á móti í PGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi. Ólafur Björn er enn áhugamaður en hann stefnir á að gerast atvinnumaður eftir að hann útskrifast úr skóla í Bandaríkjunum í vor. Var þetta því vonandi hans fyrsta af mörgum PGA-mótum en hann fékk talsverða athygli í sjónvarpsútsendingu Bandaríkjanna frá mótinu. Heimamaðurinn Tommy Gainey er efstur eftir fyrstu tvo keppnisdagana á samtals tólf höggum undir pari.
Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira