Ingi Rúnar: Það er allt öðruvísi að spila á svona móti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2011 20:49 Ingi Rúnar Gíslason úr Golfklúbbnum Kili varð annar í Einvíginu á Nesinu í dag eftir frábæra spilamennsku og harða keppni við Nökkva Gunnarsson sem tryggði sér sigur í bráðabana. „Það munaði eins litlu og hægt gat. Þetta var annars vandræðalaust hjá mér, það var þægilegt að spila og þetta gekk bara vel. Það var ekkert vesen hjá mér," sagði Ingi Rúnar en hann segir það sérstaka upplifun að taka þátt í þessu móti. „Það er allt öðruvísi að spila á svona móti og í raun miklu skemmtilegra. Fólk tekur meiri áhættu og þetta er allt öðruvísi mót en maður spilar venjulega. Þetta er í annað skiptið sem ég tek þátt í þessu móti en ég datt út á annarri holu síðast og það var ekki nógu gott," sagði Ingi Rúnar. Kylfusveininn hans á mótinu var ekki hár í loftinu. „Sonur minn var kylfusveinninn. Hann er mikill golfari og sá um að lesa púttin fyrir mig," sagði Ingi sem starfar sem golfkennari hjá Kili. „Ég er bara sáttur með daginn þrátt fyrir silfrið. Nökkvi á þetta skilið eftir frábæra spilamennsku," sagði Ingi Rúnar en það má sjá allt viðtalið með því smella hér fyrir ofan. Golf Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ingi Rúnar Gíslason úr Golfklúbbnum Kili varð annar í Einvíginu á Nesinu í dag eftir frábæra spilamennsku og harða keppni við Nökkva Gunnarsson sem tryggði sér sigur í bráðabana. „Það munaði eins litlu og hægt gat. Þetta var annars vandræðalaust hjá mér, það var þægilegt að spila og þetta gekk bara vel. Það var ekkert vesen hjá mér," sagði Ingi Rúnar en hann segir það sérstaka upplifun að taka þátt í þessu móti. „Það er allt öðruvísi að spila á svona móti og í raun miklu skemmtilegra. Fólk tekur meiri áhættu og þetta er allt öðruvísi mót en maður spilar venjulega. Þetta er í annað skiptið sem ég tek þátt í þessu móti en ég datt út á annarri holu síðast og það var ekki nógu gott," sagði Ingi Rúnar. Kylfusveininn hans á mótinu var ekki hár í loftinu. „Sonur minn var kylfusveinninn. Hann er mikill golfari og sá um að lesa púttin fyrir mig," sagði Ingi sem starfar sem golfkennari hjá Kili. „Ég er bara sáttur með daginn þrátt fyrir silfrið. Nökkvi á þetta skilið eftir frábæra spilamennsku," sagði Ingi Rúnar en það má sjá allt viðtalið með því smella hér fyrir ofan.
Golf Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira