Tiger Woods ræður æskuvin sinn sem kylfusvein til bráðabirgða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. ágúst 2011 23:30 Félagararnir Bryon Bell og Tiger Woods. Nordic Photos/AFP Tiger Woods mætir til leiks á WGC-Bridgestone mótið í golfi á fimmtudaginn eftir tæplega þriggja mánaða fjarveru frá golfvellinum. Woods, sem nýverið rak kylfusvein sinn Steve Williams, hefur fengið æskuvin sinn til þess að bera golfpokann á mótinu. Æskuvinurinn heitir Bryon Bell og hefur áður aðstoðað Woods á golfvellinum. Woods hefur glímt við meiðsli á hásin og hné en segist tilbúinn í slaginn í Ohio. Þessi fyrrum fremsti golfari heims hefur ekki unnið sigur á golfmóti síðan í nóvember 2009. Brottvikning nýsjálenska kylfusveinsins Williams vekur þó ekki síður athygli en endurkoma Woods á golfvöllinn. „Mér fannst kominn tími á breytingu. Hann er frábær náungi og hjálpaði mér mikið á ferli mínum. En ég held að ég hafi líka hjálpað honum," sagði Woods um Williams. Williams, sem hefur um árabil verið tekjuhæsti „íþróttamaður" Nýja-Sjálands, var allt annað en sáttur við brottvikninguna. Hann sagðist meðal annars hafa sóað tveimur árum hjá Woods meðan sá síðarnefndi tók sér hlé frá golfíþróttinni vegna vandamála utan vallar. „Honum finnst það og þannig líður honum. Mér fannst kominn tími á breytingu. Við Stevie áttum frábæra tíma. Stevie er stórkostlegur kylfusveinn," sagði Woods. Um nýja kylfusveininn sagði Woods að þeir Bell hefðu þekkst lengi og liði vel saman á vellinum. Ráðning hans væri þó aðeins tímabundin. Golf Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods mætir til leiks á WGC-Bridgestone mótið í golfi á fimmtudaginn eftir tæplega þriggja mánaða fjarveru frá golfvellinum. Woods, sem nýverið rak kylfusvein sinn Steve Williams, hefur fengið æskuvin sinn til þess að bera golfpokann á mótinu. Æskuvinurinn heitir Bryon Bell og hefur áður aðstoðað Woods á golfvellinum. Woods hefur glímt við meiðsli á hásin og hné en segist tilbúinn í slaginn í Ohio. Þessi fyrrum fremsti golfari heims hefur ekki unnið sigur á golfmóti síðan í nóvember 2009. Brottvikning nýsjálenska kylfusveinsins Williams vekur þó ekki síður athygli en endurkoma Woods á golfvöllinn. „Mér fannst kominn tími á breytingu. Hann er frábær náungi og hjálpaði mér mikið á ferli mínum. En ég held að ég hafi líka hjálpað honum," sagði Woods um Williams. Williams, sem hefur um árabil verið tekjuhæsti „íþróttamaður" Nýja-Sjálands, var allt annað en sáttur við brottvikninguna. Hann sagðist meðal annars hafa sóað tveimur árum hjá Woods meðan sá síðarnefndi tók sér hlé frá golfíþróttinni vegna vandamála utan vallar. „Honum finnst það og þannig líður honum. Mér fannst kominn tími á breytingu. Við Stevie áttum frábæra tíma. Stevie er stórkostlegur kylfusveinn," sagði Woods. Um nýja kylfusveininn sagði Woods að þeir Bell hefðu þekkst lengi og liði vel saman á vellinum. Ráðning hans væri þó aðeins tímabundin.
Golf Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira