Helga tryggði Stjörnunni sigur á Val og fimm stiga forskot á toppnum Kolbeinn Tumi Daðason á Stjörnuvelli skrifar 4. ágúst 2011 18:15 Mynd/Stefán Stjarnan vann 2-1 sigur á Val í toppslag Pepsi-deildar kvenna á Stjörnuvelli í kvöld. Valur hafði mikla yfirburði í leiknum og var marki yfir fram undir miðjan síðari hálfleik en óskynsemi Caitlin Miskel kostaði Vals sigurinn. Helga Franklínsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Stjörnunni, fiskaði fyrst víti og skoraði síðan sigurmarkið í uppbótartíma. Stjarnan er þar með fimm stiga forskot á Val á toppnum. Laufey Ólafsdóttir skoraði eina mark fyrri hálfleiks sem Valskonur stjórnuðu frá upphafi til enda. Liðið fékk fjölmörg færri til að bæta við mörkum og Stjörnukonur heppnar að vera aðeins marki undir í hálfleik. Í síðari hálfleiknum hélt Valur uppteknum hætti. Gestirnir voru ágengir upp við mark Stjörnunnar en tókst ekki að nýta færin. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir átti frábært skot af 30 metra færi í slánna en annars höfðu Valskonur tök á leiknum. Vendipunkturinn var á 64. mínútu. Þá sparkaði Caitlin Miskel leikmaður í Vals af ásetningi í Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur þar sem þær lágu á vellinum. Rautt spjald og Stjarnan manni fleiri. Aðeins tveimur mínútum síðar var brotið á varamanninum Helgu Franklínsdóttur og vítaspyrna dæmd. Ásgerður Stefanía skoraði af öryggi úr spyrnunni. Sendi boltann neðst í vinstra hornið og McCray átti ekki möguleika þrátt fyrir að fara í rétt horn. Leikurinn var nokkuð jafn það sem eftir lifði og allt stefndi í jafntefli. Á þriðju mínútu í viðbótartíma sendi Írunn Þorbjörg Aradóttir frábæra sendingu á fjærstöng. Þangað var Helga Franklínsdóttir mætt og skoraði sigurmark Stjörnunnar með skalla. Ótrúlegur sigur heimakvenna sem nýttu færi sín í leiknum. Stjörnukonur eru með pálmann í höndunum með fimm stiga forskot þegar sex umferðir eru óleiknar. Þær litu út eins og utandeildarlið í fyrri hálfleik en komust inn í leikinn í síðari hálfleik og nýttu færin sín og liðsmuninn. Íslandsmeistarar Vals verða að treysta á greiða frá öðrum liðum til þess að liðið nái markmiðum sínum. Valsarar hafa ekki farið leynt með áform sín um að ætla að vinna báða titlana en sá draumur virðist fjarlægur eftir úrslit kvöldsins. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Stjarnan vann 2-1 sigur á Val í toppslag Pepsi-deildar kvenna á Stjörnuvelli í kvöld. Valur hafði mikla yfirburði í leiknum og var marki yfir fram undir miðjan síðari hálfleik en óskynsemi Caitlin Miskel kostaði Vals sigurinn. Helga Franklínsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Stjörnunni, fiskaði fyrst víti og skoraði síðan sigurmarkið í uppbótartíma. Stjarnan er þar með fimm stiga forskot á Val á toppnum. Laufey Ólafsdóttir skoraði eina mark fyrri hálfleiks sem Valskonur stjórnuðu frá upphafi til enda. Liðið fékk fjölmörg færri til að bæta við mörkum og Stjörnukonur heppnar að vera aðeins marki undir í hálfleik. Í síðari hálfleiknum hélt Valur uppteknum hætti. Gestirnir voru ágengir upp við mark Stjörnunnar en tókst ekki að nýta færin. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir átti frábært skot af 30 metra færi í slánna en annars höfðu Valskonur tök á leiknum. Vendipunkturinn var á 64. mínútu. Þá sparkaði Caitlin Miskel leikmaður í Vals af ásetningi í Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur þar sem þær lágu á vellinum. Rautt spjald og Stjarnan manni fleiri. Aðeins tveimur mínútum síðar var brotið á varamanninum Helgu Franklínsdóttur og vítaspyrna dæmd. Ásgerður Stefanía skoraði af öryggi úr spyrnunni. Sendi boltann neðst í vinstra hornið og McCray átti ekki möguleika þrátt fyrir að fara í rétt horn. Leikurinn var nokkuð jafn það sem eftir lifði og allt stefndi í jafntefli. Á þriðju mínútu í viðbótartíma sendi Írunn Þorbjörg Aradóttir frábæra sendingu á fjærstöng. Þangað var Helga Franklínsdóttir mætt og skoraði sigurmark Stjörnunnar með skalla. Ótrúlegur sigur heimakvenna sem nýttu færi sín í leiknum. Stjörnukonur eru með pálmann í höndunum með fimm stiga forskot þegar sex umferðir eru óleiknar. Þær litu út eins og utandeildarlið í fyrri hálfleik en komust inn í leikinn í síðari hálfleik og nýttu færin sín og liðsmuninn. Íslandsmeistarar Vals verða að treysta á greiða frá öðrum liðum til þess að liðið nái markmiðum sínum. Valsarar hafa ekki farið leynt með áform sín um að ætla að vinna báða titlana en sá draumur virðist fjarlægur eftir úrslit kvöldsins.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira