Ummæli Williams vekja mikla athygli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. ágúst 2011 13:30 Williams og Scott fara yfir málin á Bridgestone-mótinu í Akron um helgina. Nordic Photos/AFP Það mætti halda að kylfusveinninn Steve Williams hafi unnið Bridgestone-golfmótið um helgina. Athygli fjölmiðla er ekki síður á kylfusveininum en kylfingnum Adam Scott sem spilaði frábært golf og stóð uppi sem sigurvegari. „Ég hef verið kylfusveinn í 33 ár, unnið 145 titla, en þessi er sá besti,“ sagði Williams við fjölmiðla að mótinu loknu. Þykja ummælin gera lítið úr frábæru samstarfi Williams og Tiger Woods um árabil. Bandarískir fjölmiðlar telja Williams enn ósáttan við starfslok sín hjá Woods. Williams segir Woods hafa sagt sér upp í símtali þrátt fyrir að Woods hafi aðra sögu að segja. Adam Scott kippti sér lítið upp við þá athygli sem Williams fékk eftir sigurinn á sinn kostnað. „Nú get ég rætt við ykkur um Steve í staðinn fyrir Tiger,“ sagði Scott en kylfingar hafa ítrekað verið spurðir út í frammistöðu Woods innan vallar sem utan undanfarna mánuði. „Það eru örugglega fleiri kylfingar sem hefðu ekkert á móti því,“ bætti Williams við. Golf Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Það mætti halda að kylfusveinninn Steve Williams hafi unnið Bridgestone-golfmótið um helgina. Athygli fjölmiðla er ekki síður á kylfusveininum en kylfingnum Adam Scott sem spilaði frábært golf og stóð uppi sem sigurvegari. „Ég hef verið kylfusveinn í 33 ár, unnið 145 titla, en þessi er sá besti,“ sagði Williams við fjölmiðla að mótinu loknu. Þykja ummælin gera lítið úr frábæru samstarfi Williams og Tiger Woods um árabil. Bandarískir fjölmiðlar telja Williams enn ósáttan við starfslok sín hjá Woods. Williams segir Woods hafa sagt sér upp í símtali þrátt fyrir að Woods hafi aðra sögu að segja. Adam Scott kippti sér lítið upp við þá athygli sem Williams fékk eftir sigurinn á sinn kostnað. „Nú get ég rætt við ykkur um Steve í staðinn fyrir Tiger,“ sagði Scott en kylfingar hafa ítrekað verið spurðir út í frammistöðu Woods innan vallar sem utan undanfarna mánuði. „Það eru örugglega fleiri kylfingar sem hefðu ekkert á móti því,“ bætti Williams við.
Golf Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira