Axel og Alfreð jafnir eftir annan daginn - fjórtán kylfingar undir pari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2011 20:09 Alfreð Brynjar Kristinsson náði efsta sætinu með því að fá örn á átjándu holunni. Mynd/Golfsamband Íslands. Axel Bóasson úr Keili og Alfreð Brynjar Kristinsson úr GKG eru efstir og jafnir eftir tvo fyrstu dagana á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Hólmsvelli í Leiru. Axel var með forystuna og átti eitt högg á Alfreð eftir fyrsta daginn. Þeir hafa nú báðir leikið fyrstu 36 holurnar á átta höggum undir pari. Það eru margir að spila vel enda fjórtán kylfingar að spila fyrstu tvo dagana undir pari. Axel byrjaði ekki vel því hann tapaði þremur höggum á fyrstu átta holunum en þá komst hann aftur í gang og fékk fimm fugla á síðustu tíu holunum. Alfreð byrjaði vel og var lengi einn í forystu í dag. Hann fékk skramba á þrettándu sem virtist ætla að kosta hann efsta sætið en Alfreð fékk hinsvegar örn á 18. holunni og náði að jafna við Axel sem fékk fugl á lokaholunni. Ólafur Már Sigurðsson úr GK er í 3. sætinu tveimur höggum á eftir Axel og Alfreð. Ólafur Már lék manna best í dag en hann fór hringinn á fimm höggum undir pari og er á sex höggum undir eftir tvo daga. Ólafur Már fékk 7 fugla á holunum 18 í dag þar af þrjá þeirra á síðustu fimm holunum. Heiðar Davíð Bragason úr GÓ er í 4. sæti á fimm höggum undir pari en hann lék á tveimur höggum undir pari í dag. Þórður Rafn Gissurarson, Hlynur Geir Hjartarson, Guðjón Henning Hilmarsson og Kristján Þór Einarsson eru síðan allir í 5. til 8. sæti á fjórum höggum undir pari.Staðan eftir tvo hringi hjá körlunum: 1. Axel Bóasson, GK -8 1. Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG -8 2. Ólafur Már Sigurðsson, GR -6 4. Heiðar Davíð Bragason, GÓ -5 5. Þórður Rafn Gissurarson, GR -4 5. Hlynur Geir Hjartarson, GOS -4 5. Guðjón Henning Hilmarsson, GKG -4 5. Kristján Þór Einarsson, GKJ -4 9. Arnar Sigurbjörnsson, GKJ -3 10. Sigmundur Einar Másson, GKG -2 10. Helgi Birkir Þórisson, GSE -2 Golf Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Axel Bóasson úr Keili og Alfreð Brynjar Kristinsson úr GKG eru efstir og jafnir eftir tvo fyrstu dagana á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Hólmsvelli í Leiru. Axel var með forystuna og átti eitt högg á Alfreð eftir fyrsta daginn. Þeir hafa nú báðir leikið fyrstu 36 holurnar á átta höggum undir pari. Það eru margir að spila vel enda fjórtán kylfingar að spila fyrstu tvo dagana undir pari. Axel byrjaði ekki vel því hann tapaði þremur höggum á fyrstu átta holunum en þá komst hann aftur í gang og fékk fimm fugla á síðustu tíu holunum. Alfreð byrjaði vel og var lengi einn í forystu í dag. Hann fékk skramba á þrettándu sem virtist ætla að kosta hann efsta sætið en Alfreð fékk hinsvegar örn á 18. holunni og náði að jafna við Axel sem fékk fugl á lokaholunni. Ólafur Már Sigurðsson úr GK er í 3. sætinu tveimur höggum á eftir Axel og Alfreð. Ólafur Már lék manna best í dag en hann fór hringinn á fimm höggum undir pari og er á sex höggum undir eftir tvo daga. Ólafur Már fékk 7 fugla á holunum 18 í dag þar af þrjá þeirra á síðustu fimm holunum. Heiðar Davíð Bragason úr GÓ er í 4. sæti á fimm höggum undir pari en hann lék á tveimur höggum undir pari í dag. Þórður Rafn Gissurarson, Hlynur Geir Hjartarson, Guðjón Henning Hilmarsson og Kristján Þór Einarsson eru síðan allir í 5. til 8. sæti á fjórum höggum undir pari.Staðan eftir tvo hringi hjá körlunum: 1. Axel Bóasson, GK -8 1. Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG -8 2. Ólafur Már Sigurðsson, GR -6 4. Heiðar Davíð Bragason, GÓ -5 5. Þórður Rafn Gissurarson, GR -4 5. Hlynur Geir Hjartarson, GOS -4 5. Guðjón Henning Hilmarsson, GKG -4 5. Kristján Þór Einarsson, GKJ -4 9. Arnar Sigurbjörnsson, GKJ -3 10. Sigmundur Einar Másson, GKG -2 10. Helgi Birkir Þórisson, GSE -2
Golf Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira