Körfubolti

Fyrsti landsleikurinn undir stjórn Peter Öqvist í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Peter Öqvist með þeim Pétri Má Sigurðssyni, Helga Má Magnússyni og Pavel Ermolinskij.
Peter Öqvist með þeim Pétri Má Sigurðssyni, Helga Má Magnússyni og Pavel Ermolinskij. Mynd/Hag
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta spilar í dag sinn fyrsta leik á Norðurlandamótinu sem fer fram í Sundsvall í Svíþjóð. Þetta er jafnframt fyrsti leikur liðsins í tæp tvö ár og fyrsti landsleikurinn undir stjórn Svíans Peter Öqvist sem tók við liðinu í sumar.

Ísland mætir heimamönnum í Svíþjóð klukkan 16.15 í dag að íslenskum tíma. Á undan mætast Finnar og Danir en Norðmenn sitja hjá fyrsta daginn.

Ísland er búið að tapa fyrir Svíum á síðustu fimm Norðurlandamótum en síðasti sigur á Svíum var á Norðurlandamótinu í Osló 8. maí 1992. Valur Ingimundarson skoraði þá 20 stig í 83-76 sigri.

Íslenska liðið er á hálfgerðum heimavelli í þessum leik því bæði þjálfarinn sem og þeir Hlynur Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson urðu meistarar með Sundsvall Dragons í vetur. Þess utan hefur Pavel Ermolinskij gengið til liðs við Drekana fyrir komandi tímabil. Á móti er aðeins einn leikmaður Sundsvall Dragons í sænska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×