Norskir fjölmiðlar hafa birt mynd af húsinu sem fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik bjó í og skipulagði voðaverkin sem hann framdi í gær. Hann sprengdi upp bifreið í miðborg Oslóar og skaut svo ungmenni á eyjunni Útey sem er skammt frá Osló. Norska lögreglan hefur staðfest að minnsta kosti 92 hafi látið lífið.
Breivik bjó í litlu hvítu einbýlishúsi skammt frá Osló á fremur rólegum og afskekktum stað. Húsið er hvítt á litin og á hann að hafa gert leigusamning um miðjan apríl á þessu ári. Hann stofnaði garðyrkjufyrirtæki árið 2009 og sagðist ætla að rækta grænmeti og rótarávexti. Hann keypti sex tonn af áburði í vor en talið er að hann hafi notað áburðinn í sprengjuna sem sprakk í miðborg Oslóar.
Lögreglan telur að Breivik hafi skipulagt voðaverkin í langan tíma.
Umfjöllun Aftenposten.no

