Anders Breivik sagðist hafa verið einn að verki Hafsteinn Hauksson skrifar 24. júlí 2011 18:43 Anders Behring Breivik hefur játað að bera ábyrgð á bæði sprengjuárásinni í miðborg Oslóar og fjöldamorðunum í Útey. Sífellt fleiri gögn rata upp á yfirborðið sem veita innsýn í sjúkan hugarheim tilræðismannsins. Norska lögreglan staðfesti í dag að hinn 32 ára gamli Anders Behring Breivik hafi játað á sig voðaverkin. „Hann hefur viðurkennt að bera ábyrgð á sprengjuárásinni og að hafa myrt fólkið í eynni," sagði Sveinung Sponheim, lögreglustjóra Oslóar, við blaðamenn í dag. Maðurinn hefur enn ekki gefið neitt upp um ástæður árásanna. „Hann hefur ekki skýrt ástæðu árásarinnar en yfirheyrslan gengur út á að fá það fram."Var hann einn að verki? „Hann segist hafa verið einn að verki en við verðum að staðfesta að hans frásögn sé sönn," sagði lögreglustjórinn. Engu að síður hrúgast nú upp ýmis gögn sem sýna inn í hugarheim morðingjans. Þeirra á meðal er tólf mínútna langt myndband á vefnum Youtube sem talið er víst að Breivik hafi búið til og sett á netið daginn sem fjöldamorðin voru framin. Þar þar ræðst hann gegn fjölmenningunni í Evrópu og útbreiðslu Íslamstrúar þar. Þá sjást einnig myndir af honum gráum fyrir járnum, í einkennisbúningi norska hersins og í klæðnaði reglubræðra í Frímúrarareglunni. Lögregla rannsakar einnig 1,500 blaðsíðna langa stefnuyfirlýsingu Breiviks, sem hann birti á vefnum samdægurs árásunum, en þar er hefnd heitið öllum þeim sem hafa svikið Evrópu, eins og það er orðað. Hann er þó talinn hafa afritað hana að stórum hluta frá bandaríska bréfasprengjumanninum Ted Kaczynski. Verjandi Breivik segir hann tilbúinn til að útskýra voðaverk sín fyrir opnum tjöldum í réttarsal, en hann fer fyrir dómara á morgun þar sem farið verður fram á gæsluvarðhald yfir honum. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Anders Behring Breivik hefur játað að bera ábyrgð á bæði sprengjuárásinni í miðborg Oslóar og fjöldamorðunum í Útey. Sífellt fleiri gögn rata upp á yfirborðið sem veita innsýn í sjúkan hugarheim tilræðismannsins. Norska lögreglan staðfesti í dag að hinn 32 ára gamli Anders Behring Breivik hafi játað á sig voðaverkin. „Hann hefur viðurkennt að bera ábyrgð á sprengjuárásinni og að hafa myrt fólkið í eynni," sagði Sveinung Sponheim, lögreglustjóra Oslóar, við blaðamenn í dag. Maðurinn hefur enn ekki gefið neitt upp um ástæður árásanna. „Hann hefur ekki skýrt ástæðu árásarinnar en yfirheyrslan gengur út á að fá það fram."Var hann einn að verki? „Hann segist hafa verið einn að verki en við verðum að staðfesta að hans frásögn sé sönn," sagði lögreglustjórinn. Engu að síður hrúgast nú upp ýmis gögn sem sýna inn í hugarheim morðingjans. Þeirra á meðal er tólf mínútna langt myndband á vefnum Youtube sem talið er víst að Breivik hafi búið til og sett á netið daginn sem fjöldamorðin voru framin. Þar þar ræðst hann gegn fjölmenningunni í Evrópu og útbreiðslu Íslamstrúar þar. Þá sjást einnig myndir af honum gráum fyrir járnum, í einkennisbúningi norska hersins og í klæðnaði reglubræðra í Frímúrarareglunni. Lögregla rannsakar einnig 1,500 blaðsíðna langa stefnuyfirlýsingu Breiviks, sem hann birti á vefnum samdægurs árásunum, en þar er hefnd heitið öllum þeim sem hafa svikið Evrópu, eins og það er orðað. Hann er þó talinn hafa afritað hana að stórum hluta frá bandaríska bréfasprengjumanninum Ted Kaczynski. Verjandi Breivik segir hann tilbúinn til að útskýra voðaverk sín fyrir opnum tjöldum í réttarsal, en hann fer fyrir dómara á morgun þar sem farið verður fram á gæsluvarðhald yfir honum.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira