Ólafía Þórunn: Þetta er frábær tilfinning Sigurður Elvar Þórólfsson á Hólmsvelli í Leiru skrifar 24. júlí 2011 20:06 „Þetta er frábær tilfinning. Ég ætlaði bara að vera yfirveguð á þessum lokahring og fá sem flest pör, en það var erfitt í þessum aðstæðum," sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir rétt eftir að hún fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í höggleik kvenna í golfi á Hólmsvelli í Leiru í dag. Ólafía, sem er í Golfklúbbi Reykjavíkur, hafði mikla yfirburði og sigraði með 9 högga mun. Tinna Jóhannsdóttir úr GK, sem hafði titil að verja endaði í öðru sæti. Ólafía var yfirveguð þegar hún fagnaði sigrinum á 18. flötinni. „Ég var ekkert ánægð með að enda þetta á bógí," bætti Íslandsmeistarinn við en hún segir að endalausar æfingar hafi skilað þessum titli. Kristinn faðir Íslandsmeistarans var kylfusveinn hjá dóttur sinni í dag og mátti Alfreð bróðir Ólafíu sætta sig við það að hafa einfaldlega verið of seinn að óska eftir aðstoð frá pabbanum. „Ég spurði pabba á undan hvort hann vildi vera kaddý hjá mér og ég fékk það. Ég er reyndar ekkert góð í því að borga pabba laun fyrir þetta starf en hann fær eitthvað gott núna," sagði Ólafía Þórunn. Golf Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
„Þetta er frábær tilfinning. Ég ætlaði bara að vera yfirveguð á þessum lokahring og fá sem flest pör, en það var erfitt í þessum aðstæðum," sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir rétt eftir að hún fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í höggleik kvenna í golfi á Hólmsvelli í Leiru í dag. Ólafía, sem er í Golfklúbbi Reykjavíkur, hafði mikla yfirburði og sigraði með 9 högga mun. Tinna Jóhannsdóttir úr GK, sem hafði titil að verja endaði í öðru sæti. Ólafía var yfirveguð þegar hún fagnaði sigrinum á 18. flötinni. „Ég var ekkert ánægð með að enda þetta á bógí," bætti Íslandsmeistarinn við en hún segir að endalausar æfingar hafi skilað þessum titli. Kristinn faðir Íslandsmeistarans var kylfusveinn hjá dóttur sinni í dag og mátti Alfreð bróðir Ólafíu sætta sig við það að hafa einfaldlega verið of seinn að óska eftir aðstoð frá pabbanum. „Ég spurði pabba á undan hvort hann vildi vera kaddý hjá mér og ég fékk það. Ég er reyndar ekkert góð í því að borga pabba laun fyrir þetta starf en hann fær eitthvað gott núna," sagði Ólafía Þórunn.
Golf Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira