Hrafnhildur Lúthersdóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar setti nýtt Íslandsmet í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Shanghai í morgun. Gamla metið átti hún sjálf frá 2009.
Hrafnhildur varð í 26. sæti af 46 keppendum í greininni sem var hennar síðasta á mótinu. Þetta er annað Íslandsmetið sem Hrafnhildur setur á mótinu því í gær náði hún því afreki í 200 metra fjórsundi.
Á heimasíðu Sundsambandsins kemur fram að Hrafnhildur færist nær Ólympíulágmarkinu í báðum greinunum.
