Körfubolti

Einar Árni lauk prófi hjá FIBA Europe

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/www.kki.is
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur og unglingalandsliðs Íslands í körfuknattleik karla, lauk um síðustu helgi þjálfaraverkefni á vegum evrópska körfuknattleikssambandsins, FIBA Europe.

Á heimasíðu KKÍ kemur fram að Einar Árni hafi sótt námskeið á vegum FIBA undanfarin þrjú sumur en námskeiðin eru haldin í kringum Evrópukeppnir yngri landsliða. Því síðasta lauk um síðustu helgi á EM U-20 ára á Spáni þar sem heimamenn tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn eftir sigur á Ítölum.

Serbinn Svetislav Pesic heldur utan um námskeiðin en á kki.is kemur fram að hann njóti stuðnings margra af færustu þjálfurum Evrópu fyrir unga leikmenn.

KKÍ getur ár hvert sent einn fulltrúa í námið. Lárus Jónsson og Hjalti Vilhjálmsson hefja nám í sumar og ættu að ljúka því sumarið 2013 ef allt gengur eftir.

Nánar á heimasíðu KKÍ, www.kki.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×