Páll Magnússon biður golfáhugamenn afsökunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júlí 2011 11:30 Páll Magnússon útvarpsstjóri og Haukur Örn Birgisson varaforseti Golfsambands Íslands voru í spjalli hjá Heimi og Kollu Í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Útvarpsstjóri svaraði því hvers vegna útsending frá Íslandsmótinu í höggleik hefði verið rofin á sunnudag og bað golfáhugamenn afsökunar. Í máli útvarpsstjóra kom meðal annars fram að um tvo vonda kosti hefði verið að velja. Að rjúfa útsendinguna frá golfmótinu eða að fresta fréttum. Í ljósi aðstæðna úti í heimi (harmleiksins í Noregi) hafi verið tekin sú ákvörðun að flytja fréttir á fyrirhuguðum tíma. Aðspurður um hvort ekki hefði verið hægt að flytja útsendinguna yfir á Rúv+ sagði útvarpsstjóri talsverða tæknilega örðugleika við að nota Plúsinn. Kalla þurfi bæði símafyrirtækin til og aðdraganda þurfi að því. Það taki líklega heilan dag og hefði þurft að vera búið að ákveða á laugardeginum. Útvarpsstjóri sagði þó að gagnrýna mætti Ríkisútvarpið fyrir að hafa ekki haft þá viðbragðsflýti að flytja útsendinguna yfir á netið. Þau myndu læra af þeirri reynslu. Stjórnandi þáttarins, Heimir Karlsson, sagðist hafa tekið eftir því að áhorfendur hefðu ekki verið beðnir velvirðingar á því að útsendingin yrði rofin. Slíkt væri algengt þegar fréttir væru færðar til vegna viðburða í beinni útsendingu. Útvarpsstjóri sagði að hefði svo verið væri það klaufalegt. „Það er betra seint en aldrei að biðjast velvirðingar á því nú," sagði Páll við góðar undirtektir þáttastjórnenda. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Páll Magnússon útvarpsstjóri og Haukur Örn Birgisson varaforseti Golfsambands Íslands voru í spjalli hjá Heimi og Kollu Í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Útvarpsstjóri svaraði því hvers vegna útsending frá Íslandsmótinu í höggleik hefði verið rofin á sunnudag og bað golfáhugamenn afsökunar. Í máli útvarpsstjóra kom meðal annars fram að um tvo vonda kosti hefði verið að velja. Að rjúfa útsendinguna frá golfmótinu eða að fresta fréttum. Í ljósi aðstæðna úti í heimi (harmleiksins í Noregi) hafi verið tekin sú ákvörðun að flytja fréttir á fyrirhuguðum tíma. Aðspurður um hvort ekki hefði verið hægt að flytja útsendinguna yfir á Rúv+ sagði útvarpsstjóri talsverða tæknilega örðugleika við að nota Plúsinn. Kalla þurfi bæði símafyrirtækin til og aðdraganda þurfi að því. Það taki líklega heilan dag og hefði þurft að vera búið að ákveða á laugardeginum. Útvarpsstjóri sagði þó að gagnrýna mætti Ríkisútvarpið fyrir að hafa ekki haft þá viðbragðsflýti að flytja útsendinguna yfir á netið. Þau myndu læra af þeirri reynslu. Stjórnandi þáttarins, Heimir Karlsson, sagðist hafa tekið eftir því að áhorfendur hefðu ekki verið beðnir velvirðingar á því að útsendingin yrði rofin. Slíkt væri algengt þegar fréttir væru færðar til vegna viðburða í beinni útsendingu. Útvarpsstjóri sagði að hefði svo verið væri það klaufalegt. „Það er betra seint en aldrei að biðjast velvirðingar á því nú," sagði Páll við góðar undirtektir þáttastjórnenda. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira