Heppinn að vera á klósettinu þegar skothríðin hófst 26. júlí 2011 20:15 Ungur norskur maður sem var staddur í Útey síðastliðinn föstudag segir það hafa bjargað lífi sínu að hafa verið staddur á salerninu þegar skotárásin hófst. Hann náði að flýja inn á annað salerni og sat þar af sér árásina í 90 mínútur ásamt tveimur öðrum. Átakanlegar sögur frá fórnarlömbum sem lifðu af árásina í Útey koma nú fram hver á fætur annarri. Tore Sinding Bekkedal er í hópi þeirra. „Ég var svo heppinn að vera á klósettinu þegar skothríðin hófst. Fyrst heyrði ég hróp og köll, svo öskur og svo skothvelli. Ég hélt að einhver væri að leika sér með leikfangabyssu." Hálftíma áður hafði hann heyrt af sprengjutilræðinu í Osló og hélt að einhver væri að grínast með skothljóðunum. Hann var nokkra stund á salerninu en fór út til að kanna ástandið. „Ég hljóp fram á ganginn og þar lá ungur drengur í blóðpolli. Hann var særður en var enn með meðvitund. Mér var ljóst að þunnar hurðirnar stæðust ekki byssukúlur og að við værum innikróaðir ef hann kæmi aftur. Svo ég reyndi að komast út. Fyrsta hugsun mín var að fara út og reyna að synda burt." Honum auðnaðist að komast inn á annað salerni með öðru fólki sem var á staðnum. „Við sátum þarna inni, þrír saman, í um það bil einn og hálfan tíma og biðum eftir að lögreglan kæmi. Og þegar hún kom vorum við fluttir burt." Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Ungur norskur maður sem var staddur í Útey síðastliðinn föstudag segir það hafa bjargað lífi sínu að hafa verið staddur á salerninu þegar skotárásin hófst. Hann náði að flýja inn á annað salerni og sat þar af sér árásina í 90 mínútur ásamt tveimur öðrum. Átakanlegar sögur frá fórnarlömbum sem lifðu af árásina í Útey koma nú fram hver á fætur annarri. Tore Sinding Bekkedal er í hópi þeirra. „Ég var svo heppinn að vera á klósettinu þegar skothríðin hófst. Fyrst heyrði ég hróp og köll, svo öskur og svo skothvelli. Ég hélt að einhver væri að leika sér með leikfangabyssu." Hálftíma áður hafði hann heyrt af sprengjutilræðinu í Osló og hélt að einhver væri að grínast með skothljóðunum. Hann var nokkra stund á salerninu en fór út til að kanna ástandið. „Ég hljóp fram á ganginn og þar lá ungur drengur í blóðpolli. Hann var særður en var enn með meðvitund. Mér var ljóst að þunnar hurðirnar stæðust ekki byssukúlur og að við værum innikróaðir ef hann kæmi aftur. Svo ég reyndi að komast út. Fyrsta hugsun mín var að fara út og reyna að synda burt." Honum auðnaðist að komast inn á annað salerni með öðru fólki sem var á staðnum. „Við sátum þarna inni, þrír saman, í um það bil einn og hálfan tíma og biðum eftir að lögreglan kæmi. Og þegar hún kom vorum við fluttir burt."
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira