Íslenski boltinn

Guðmunda Brynja: Erum töluvert stærri og þyngri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðmunda Brynja Óladóttir frá Selfossi er lykilmaður í íslenska U17 ára landsliðinu sem mætir Spáni í undanúrslitum í Evrópukeppninni í dag. Hún segir mikla samheldni í hópnum þar sem enginn er skilinn út undan.

„Þetta leggst mjög vel í mig. Við erum tilbúnar í þetta þótt við höfum ekki haft mikinn undirbúning," segðir Guðmunda sem hefur skorað 13 mörk í 17 leikjum fyrir U17 ára liðið.

„Við leggjum allt undir í leiknum. Hvort sem við töpum eða ekki þá spilum við um sæti," segir Guðmunda. Sigur kemur liðinu í úrslitaleikinn en tap þýðir að leikið verður um 3. sætið í keppninni.

„Styrkur okkar er hve vel við þekkjumst. Það er mikil samheldni í hópnum og engin skilin út undar," segir Guðmunda og bætir við:

„Við erum töluvert stærri og þyngri en þær. Við eigum að vera sterkari í föstum leikatriðum og eigum að vinna þær þar. Við ætlum að láta finna fyrir okkur."

Leikur Íslands og Spánar hefst klukkan 12 á hádegi í dag og er í beinni útsendingu á Eurosport á fjölvarpinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×