Nýliði í góðri stöðu á ráslínu á heimavelli 10. júlí 2011 10:11 Paul di Resta og Lewis Hamilton ræða málin á fréttamannafundi á Silverstone brautinni. AP mynd: Tom Hevezi Skoski ökumaðurinn Paul di Resta á Force India keppnisbíl verður sjötti á ráslínu í breska kappakstrinum á Silverstone í dag. Nýliðinn hjá Force India náði sínum besta árangri í tímatökum í gær, en Force India liðið er eitt átta Formúlu 1 liða sem eru á heimavelli í dag. Di Resta byrjaði að keppa með Force India liðinu á þessu ári, eftir að hafa orðrið meistari í DTM mótaröðinni þýsku í fyrra. Force India liðið er með bækistöð sína skammt frá Silverstone brautinni í Bretlandi. Di Resta segir bíl liðsins virka vel eftir að nýjungar voru settir í hann. „Það var markmið okkar og metnaður að komast í lokaumferðina. Við höfum verið nokkuð samkeppnisfærir á brautinni um helgina, hvort sem það hefur verið blautt eða þurrt. Ég ók lokaumferðina á ystu nöf og hefði vart verið hægt að taka meira út úr bílnum", sagði di Resta í frétt á autosport.com um árangur sinn í gær í tímatökunni. Di Resta sagði gott að vera fyrir framan breska áhorfendur og á heimavelli. Jenson Button var fremstur Breta í tímatökunni og er einu sæti á undan di Resta á ráslínu á McLaren, en Lewis Hamilton á samskonar bíl er tíundi. „Ég vill sigra 23 aðra ökumenn. Lewis var með aðra áætlun í tímatökunni en við og fór út á notuðum dekkjum og tapaði trúlega á rigningu sem kom, án þess að ég geti sagt nokkuð um það. Ég geri bara mitt besta. Ég hefði frekar viljað ná betri árangri en Jenson, þar sem hann var bara hundraðshlutum (úr sekúndu) á undan mér", sagði di Resta. Bein útsending er frá breska kappakstrinum hefst kl. 11.30 á Stöð 2 Sport í dag í opinni dagskrá. Þátturinn Endmarkið er á dagskrá kl. 14.00. Formúla Íþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Skoski ökumaðurinn Paul di Resta á Force India keppnisbíl verður sjötti á ráslínu í breska kappakstrinum á Silverstone í dag. Nýliðinn hjá Force India náði sínum besta árangri í tímatökum í gær, en Force India liðið er eitt átta Formúlu 1 liða sem eru á heimavelli í dag. Di Resta byrjaði að keppa með Force India liðinu á þessu ári, eftir að hafa orðrið meistari í DTM mótaröðinni þýsku í fyrra. Force India liðið er með bækistöð sína skammt frá Silverstone brautinni í Bretlandi. Di Resta segir bíl liðsins virka vel eftir að nýjungar voru settir í hann. „Það var markmið okkar og metnaður að komast í lokaumferðina. Við höfum verið nokkuð samkeppnisfærir á brautinni um helgina, hvort sem það hefur verið blautt eða þurrt. Ég ók lokaumferðina á ystu nöf og hefði vart verið hægt að taka meira út úr bílnum", sagði di Resta í frétt á autosport.com um árangur sinn í gær í tímatökunni. Di Resta sagði gott að vera fyrir framan breska áhorfendur og á heimavelli. Jenson Button var fremstur Breta í tímatökunni og er einu sæti á undan di Resta á ráslínu á McLaren, en Lewis Hamilton á samskonar bíl er tíundi. „Ég vill sigra 23 aðra ökumenn. Lewis var með aðra áætlun í tímatökunni en við og fór út á notuðum dekkjum og tapaði trúlega á rigningu sem kom, án þess að ég geti sagt nokkuð um það. Ég geri bara mitt besta. Ég hefði frekar viljað ná betri árangri en Jenson, þar sem hann var bara hundraðshlutum (úr sekúndu) á undan mér", sagði di Resta. Bein útsending er frá breska kappakstrinum hefst kl. 11.30 á Stöð 2 Sport í dag í opinni dagskrá. Þátturinn Endmarkið er á dagskrá kl. 14.00.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira