Rory McIlroy verður með Els og Fowler í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana 12. júlí 2011 10:00 Rory McIlroy sigraði með yfirburðum á opna bandaríska meistaramótinu. AFP Opna breska meistaramótið í golfi hefst á fimmtudaginn á Royal St. George‘s vellinum og er þetta í 140. sinn sem mótið fer fram. Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku hefur titil að verja en hann sigraði með nokkrum yfirburðum í fyrra á St. Andrews. Að venju verða margir spennandi ráshópar fyrstu tvo keppnisdagana og Norður-Írinn Rory McIlroy vekur mesta athygli allra keppenda. Rory McIlroy verður í ráshóp með hinum þaulreynda Suður-Afríkumanni Ernie Els fyrstu tvo keppnisdagana og bandaríska ungstirnið Ricky Fowler verður með þeim í ráshóp. Þeir fara af stað kl. 8.09 að íslenskum tíma á fimmtudagsmorgun. Efsti maður heimslistans, Luke Donald frá Englandi, er í næsta ráshóp þar á eftir kl. 9.20 en Japaninn Ryo Ishikawa og Spánverjinn Sergio Garcia verða með Donald fyrstu tvo keppnisdagana. Eftir hádegi á fimmtudag hefur Lee Westwood frá Englandi leik kl. 13.10 að íslenskum tíma en með honum verða þeir Steve Stricker frá Bandaríkjunum og Charl Schwartzel frá Suður-Afríku sem sigraði á Mastersmótinu í vor. Oosthuizen hefur titilvörnina kl. 13.21 að íslenskum tíma og er hann með Martin Kaymer frá Þýskalandi og Bandaríkjamanninum Phil Mickelson í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana. Golf Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Opna breska meistaramótið í golfi hefst á fimmtudaginn á Royal St. George‘s vellinum og er þetta í 140. sinn sem mótið fer fram. Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku hefur titil að verja en hann sigraði með nokkrum yfirburðum í fyrra á St. Andrews. Að venju verða margir spennandi ráshópar fyrstu tvo keppnisdagana og Norður-Írinn Rory McIlroy vekur mesta athygli allra keppenda. Rory McIlroy verður í ráshóp með hinum þaulreynda Suður-Afríkumanni Ernie Els fyrstu tvo keppnisdagana og bandaríska ungstirnið Ricky Fowler verður með þeim í ráshóp. Þeir fara af stað kl. 8.09 að íslenskum tíma á fimmtudagsmorgun. Efsti maður heimslistans, Luke Donald frá Englandi, er í næsta ráshóp þar á eftir kl. 9.20 en Japaninn Ryo Ishikawa og Spánverjinn Sergio Garcia verða með Donald fyrstu tvo keppnisdagana. Eftir hádegi á fimmtudag hefur Lee Westwood frá Englandi leik kl. 13.10 að íslenskum tíma en með honum verða þeir Steve Stricker frá Bandaríkjunum og Charl Schwartzel frá Suður-Afríku sem sigraði á Mastersmótinu í vor. Oosthuizen hefur titilvörnina kl. 13.21 að íslenskum tíma og er hann með Martin Kaymer frá Þýskalandi og Bandaríkjamanninum Phil Mickelson í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana.
Golf Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira