Virkjunarlónin gleyptu gríðarstóra flóðbylgjuna 13. júlí 2011 19:02 Hlaupið sem kom úr vestanverðum Vatnajökli reyndist gríðarstórt og fór vatnsrennslið yfir tvöþúsund rúmmetra á sekúndu í nótt, sem er meira en í stærstu Skaftárhlaupum. Líklegast þykir að hlaupið komi úr jarðhitakatli undir jöklinum. Vísindamenn telja ekki bein tengsl milli þessa atburðar og hlaupsins úr Kötlu um síðustu helgi. Merki um oróa í vestanverðum Vatnajökli komu fram á jarðskjálftamælum í gær og bentu til þess að hlaup væri að hefjast. Upp úr miðnætti tók vatnsyfirborð Hágöngulóns að hækka hratt en flóðvatnið fór síðan niður Köldukvísl, til Sauðafellslóns og loks í Þórisvatn. Í fyrstu var talið að hlaupið væri ættað úr Hamarslóni við jökuljaðarinn, en Helgi Björnsson jöklafræðingur segir að ljósmynd sem tekin var fyrir mánuði sýni að þar var ekkert vatn. Augun beinist því að jarðhitakatli sem er vestan við Skaftárkatlana tvo en úr þeim hleypur í Skaftárhlaupum. Ekki hefur gefist færi á að fljúga þar yfir í dag en einnig er vonast til að efnagreiningar á hlaupvatninu gefið vísbendingar um hvort hlaupið sé runnið undan katlinum. Helgi segir að lengi hafi verið vitað um þennan ketil. Hann hafi verið talinn lítill og meinlaust en Helgi telur nokkuð ljóst að ef þar bráðnaði vatn færi það niður í Hamarslón og Köldukvísl. Rennslismælar Landsvirkjunar sýna að hlaupgusan sem kom niður í Hágöngulón í nótt var gríðarstór og mældist rennslið mest um 2.200 rúmmetrar á sekúndu um þrjúleytið. Til samanburðar má geta þess að rennslistoppurinn í síðasta Skaftárhlaupi, sem var eitt hið stærsta í seinni tíð, var um tveir þriðju af þessu. Þrjú miðlunarlón Landsvirkjunar náðu hins vegar alfarið að dempa flóðbylgjuna, Hágöngulón hafði síðdegis hækkað um 120 sentímetra, Sauðafellslón um 80 sentímetra og Þórisvatn um 20 sentímetra. Hvorki brýr né stíflumannvirki skemmdust. Þessi atburður nú gerist aðeins fjórum sólarhringum eftir að sambærilegt hlaup kom niður úr Mýrdalsjökli og sópaði burt brúnni á Múlakvísl, en sá hlauptoppur er talinn hafa verið ívið minni, eða tæplega tvöþúsund rúmmetrar á sekúndu. En eru þessir atburðir tengdir? Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur segir ekkert benda til neinna tengsla í jarðskorpunni. Ef einhver tenging væri gæti það verið veðurfarsleg skýring. Skyndileg hlýnun og og mikil bráðnun gæti hafa opnað rásir í jöklunum og hleypt af stað jökulhlaupum. Hlaup í Skaftá Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Hlaupið sem kom úr vestanverðum Vatnajökli reyndist gríðarstórt og fór vatnsrennslið yfir tvöþúsund rúmmetra á sekúndu í nótt, sem er meira en í stærstu Skaftárhlaupum. Líklegast þykir að hlaupið komi úr jarðhitakatli undir jöklinum. Vísindamenn telja ekki bein tengsl milli þessa atburðar og hlaupsins úr Kötlu um síðustu helgi. Merki um oróa í vestanverðum Vatnajökli komu fram á jarðskjálftamælum í gær og bentu til þess að hlaup væri að hefjast. Upp úr miðnætti tók vatnsyfirborð Hágöngulóns að hækka hratt en flóðvatnið fór síðan niður Köldukvísl, til Sauðafellslóns og loks í Þórisvatn. Í fyrstu var talið að hlaupið væri ættað úr Hamarslóni við jökuljaðarinn, en Helgi Björnsson jöklafræðingur segir að ljósmynd sem tekin var fyrir mánuði sýni að þar var ekkert vatn. Augun beinist því að jarðhitakatli sem er vestan við Skaftárkatlana tvo en úr þeim hleypur í Skaftárhlaupum. Ekki hefur gefist færi á að fljúga þar yfir í dag en einnig er vonast til að efnagreiningar á hlaupvatninu gefið vísbendingar um hvort hlaupið sé runnið undan katlinum. Helgi segir að lengi hafi verið vitað um þennan ketil. Hann hafi verið talinn lítill og meinlaust en Helgi telur nokkuð ljóst að ef þar bráðnaði vatn færi það niður í Hamarslón og Köldukvísl. Rennslismælar Landsvirkjunar sýna að hlaupgusan sem kom niður í Hágöngulón í nótt var gríðarstór og mældist rennslið mest um 2.200 rúmmetrar á sekúndu um þrjúleytið. Til samanburðar má geta þess að rennslistoppurinn í síðasta Skaftárhlaupi, sem var eitt hið stærsta í seinni tíð, var um tveir þriðju af þessu. Þrjú miðlunarlón Landsvirkjunar náðu hins vegar alfarið að dempa flóðbylgjuna, Hágöngulón hafði síðdegis hækkað um 120 sentímetra, Sauðafellslón um 80 sentímetra og Þórisvatn um 20 sentímetra. Hvorki brýr né stíflumannvirki skemmdust. Þessi atburður nú gerist aðeins fjórum sólarhringum eftir að sambærilegt hlaup kom niður úr Mýrdalsjökli og sópaði burt brúnni á Múlakvísl, en sá hlauptoppur er talinn hafa verið ívið minni, eða tæplega tvöþúsund rúmmetrar á sekúndu. En eru þessir atburðir tengdir? Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur segir ekkert benda til neinna tengsla í jarðskorpunni. Ef einhver tenging væri gæti það verið veðurfarsleg skýring. Skyndileg hlýnun og og mikil bráðnun gæti hafa opnað rásir í jöklunum og hleypt af stað jökulhlaupum.
Hlaup í Skaftá Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira