Björn fer á kostum - róleg byrjun hjá McIlroy Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júlí 2011 11:30 Thomas Björn ásamt kylfusveini sínum á Royal St. George's í morgun. Nordic Photos/AFP Daninn Thomas Björn hefur farið á kostum á fyrsta hringnum á Opna breska meistaramótinu í golfi á Royal St. George's vellinum í Sandwich á Englandi. Björn fékk sjö fugla á fyrsta hring mótsins sem hófst í dag. Björn lék fyrsta hringinn á fimm höggum undir pari og er með tveggja högga forystu á næstu menn. Daninn fertugi hefur verið í fremstu röð í golfíþróttinni í langan tíma en ekki tekist að vinna stórmót. Fjölmargir kylfingar eiga eftir að ljúka leik þannig að staðan á eftir að breytast mikið í dag. Allra augu eru á Norður-Íranum Rory McIlroy sem sigraði á Bandaríska meistaramótinu um daginn. McIlroy lék fyrri níu á einu höggi yfir pari. Englendingurinn Luke Donald, efsti maður heimslistans spilaði fyrri níu á einu höggi undir pari. Golf Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Daninn Thomas Björn hefur farið á kostum á fyrsta hringnum á Opna breska meistaramótinu í golfi á Royal St. George's vellinum í Sandwich á Englandi. Björn fékk sjö fugla á fyrsta hring mótsins sem hófst í dag. Björn lék fyrsta hringinn á fimm höggum undir pari og er með tveggja högga forystu á næstu menn. Daninn fertugi hefur verið í fremstu röð í golfíþróttinni í langan tíma en ekki tekist að vinna stórmót. Fjölmargir kylfingar eiga eftir að ljúka leik þannig að staðan á eftir að breytast mikið í dag. Allra augu eru á Norður-Íranum Rory McIlroy sem sigraði á Bandaríska meistaramótinu um daginn. McIlroy lék fyrri níu á einu höggi yfir pari. Englendingurinn Luke Donald, efsti maður heimslistans spilaði fyrri níu á einu höggi undir pari.
Golf Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira