Tiger Woods gaf Darren Clarke góð ráð fyrir lokadaginn 17. júlí 2011 20:12 Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods og Darren Clarke eru miklir vinir og Woods gaf Norður-Íranum góð ráð fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu. AFP Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods og Darren Clarke eru miklir vinir og Woods gaf Norður-Íranum góð ráð fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu. Clarke landaði sínum fyrsta sigri á stórmóti í dag en hann vildi ekki tjá sig um hvaða ráð Woods hefði gefið Clarke. „Ég fékk tvö mjög góð skilaboð frá Tiger,“ sagði hinn 42 ára gamli Clarke sem er elsti sigurvegarinn á þessu móti frá því að Roberto de Vicenzo sigraði árið 1967. „Ég fékk ráðleggingar frá Tiger, og þau virkuðu,“ bætti Clarke við en Woods var ekki á meðal keppenda á mótinu í ár vegna meiðsla á hné og hásin. Woods hefur sigrað á 14 stórmótum en Clarke vann Woods í úrslitum heimsmótsins í holukeppni árið 2000. „Mér líður gríðarlega vel núna, ef ég á að vera heiðarlegur. Ég hef látið mig dreyma um að vinna þetta mót frá því ég var strákur. Það gera allir krakkar sem stunda golf, og það er ótrúlegt að upplifa það að hafa náð þessu takmarki,“ sagði Clarke á fundi með fréttamönnum. Hann tileinkaði sonum sínum Tyrone og Conor sigurinn. „Þessi var fyrir strákana mína, þeir léku golf í morgun á Royal Portrush í morgun og horfðu síðan á mótið í sjónvarpinu,“ sagði Clarke en hann minntist einnig á fyrrum eiginkonu sína, Heather, sem lést úr krabbameini árið 2006 aðeins 39 ára gömul. „Það er örugglega einhver þarna uppi að fylgjast með mér og ég veit að hún er stolt af mér. Þetta er búið að vera langt ferðalag, ég yngist ekki, og ef þetta verður eini sigur minn á stórmóti þá veit ég gerði mitt besta. Það dugði til sigurs að þessu sinni. Golf Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods og Darren Clarke eru miklir vinir og Woods gaf Norður-Íranum góð ráð fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu. Clarke landaði sínum fyrsta sigri á stórmóti í dag en hann vildi ekki tjá sig um hvaða ráð Woods hefði gefið Clarke. „Ég fékk tvö mjög góð skilaboð frá Tiger,“ sagði hinn 42 ára gamli Clarke sem er elsti sigurvegarinn á þessu móti frá því að Roberto de Vicenzo sigraði árið 1967. „Ég fékk ráðleggingar frá Tiger, og þau virkuðu,“ bætti Clarke við en Woods var ekki á meðal keppenda á mótinu í ár vegna meiðsla á hné og hásin. Woods hefur sigrað á 14 stórmótum en Clarke vann Woods í úrslitum heimsmótsins í holukeppni árið 2000. „Mér líður gríðarlega vel núna, ef ég á að vera heiðarlegur. Ég hef látið mig dreyma um að vinna þetta mót frá því ég var strákur. Það gera allir krakkar sem stunda golf, og það er ótrúlegt að upplifa það að hafa náð þessu takmarki,“ sagði Clarke á fundi með fréttamönnum. Hann tileinkaði sonum sínum Tyrone og Conor sigurinn. „Þessi var fyrir strákana mína, þeir léku golf í morgun á Royal Portrush í morgun og horfðu síðan á mótið í sjónvarpinu,“ sagði Clarke en hann minntist einnig á fyrrum eiginkonu sína, Heather, sem lést úr krabbameini árið 2006 aðeins 39 ára gömul. „Það er örugglega einhver þarna uppi að fylgjast með mér og ég veit að hún er stolt af mér. Þetta er búið að vera langt ferðalag, ég yngist ekki, og ef þetta verður eini sigur minn á stórmóti þá veit ég gerði mitt besta. Það dugði til sigurs að þessu sinni.
Golf Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira