Veiði

Flott opnun í Breiðdalsá

Karl Lúðvíksson skrifar
Flottur lax úr opnuninni í Breiðdalsá
Flottur lax úr opnuninni í Breiðdalsá Mynd af www.strengir.is
Breiðdalsá opnaði með stæl eftir hádegi í dag er veiði hófst í ánni. Sett var í 10 laxa á vaktinni en 6 náðust á land og voru þeir af stærðinni 7-12 pund. Mest var af laxi í fossinum Efri-Beljanda og í Bryggjuhyl í Tinnudalsá en tveir laxar komu úr hvorum stað. Einnig veiddist í Prestastreng og Möggustein, en menn misstu laxa líka á öðrum stöðum eins og á Skammadalsbreiðu. Þrír voru lúsugir og var Rauð Frances keilutúpur og Snælda helst að gefa, enda vatn mikið og frekar kalt og þurfti að leita töluvert til að finna lax í þessum aðstæðum. Franskur hópur er að veiðum, en tvær stangir eru mannaðar af Íslendingum í þessarri opnun.

Og góðar fréttir af öðrum ám Strengja. Tvær stangir veiddu á Jöklusvæðinu í dag og náðu tveimur löxum, öðrum góðum úr Fossá og hinn smálax úr Laxá í Jökulsárhlíð. Einn fór af í Fossá líka svo eitthvað er af laxi á svæðinu strax svona snemma. Og Hrútafjarðará gaf einnig tvo laxa, annan stóran úr Búrhyl og hinn smærri úr Ármótum Síkar og Hrútu. Sáust fleiri laxar sem ekki tóku.






×