Flott opnun í Breiðdalsá Karl Lúðvíksson skrifar 2. júlí 2011 11:16 Flottur lax úr opnuninni í Breiðdalsá Mynd af www.strengir.is Breiðdalsá opnaði með stæl eftir hádegi í dag er veiði hófst í ánni. Sett var í 10 laxa á vaktinni en 6 náðust á land og voru þeir af stærðinni 7-12 pund. Mest var af laxi í fossinum Efri-Beljanda og í Bryggjuhyl í Tinnudalsá en tveir laxar komu úr hvorum stað. Einnig veiddist í Prestastreng og Möggustein, en menn misstu laxa líka á öðrum stöðum eins og á Skammadalsbreiðu. Þrír voru lúsugir og var Rauð Frances keilutúpur og Snælda helst að gefa, enda vatn mikið og frekar kalt og þurfti að leita töluvert til að finna lax í þessum aðstæðum. Franskur hópur er að veiðum, en tvær stangir eru mannaðar af Íslendingum í þessarri opnun. Og góðar fréttir af öðrum ám Strengja. Tvær stangir veiddu á Jöklusvæðinu í dag og náðu tveimur löxum, öðrum góðum úr Fossá og hinn smálax úr Laxá í Jökulsárhlíð. Einn fór af í Fossá líka svo eitthvað er af laxi á svæðinu strax svona snemma. Og Hrútafjarðará gaf einnig tvo laxa, annan stóran úr Búrhyl og hinn smærri úr Ármótum Síkar og Hrútu. Sáust fleiri laxar sem ekki tóku. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði
Breiðdalsá opnaði með stæl eftir hádegi í dag er veiði hófst í ánni. Sett var í 10 laxa á vaktinni en 6 náðust á land og voru þeir af stærðinni 7-12 pund. Mest var af laxi í fossinum Efri-Beljanda og í Bryggjuhyl í Tinnudalsá en tveir laxar komu úr hvorum stað. Einnig veiddist í Prestastreng og Möggustein, en menn misstu laxa líka á öðrum stöðum eins og á Skammadalsbreiðu. Þrír voru lúsugir og var Rauð Frances keilutúpur og Snælda helst að gefa, enda vatn mikið og frekar kalt og þurfti að leita töluvert til að finna lax í þessum aðstæðum. Franskur hópur er að veiðum, en tvær stangir eru mannaðar af Íslendingum í þessarri opnun. Og góðar fréttir af öðrum ám Strengja. Tvær stangir veiddu á Jöklusvæðinu í dag og náðu tveimur löxum, öðrum góðum úr Fossá og hinn smálax úr Laxá í Jökulsárhlíð. Einn fór af í Fossá líka svo eitthvað er af laxi á svæðinu strax svona snemma. Og Hrútafjarðará gaf einnig tvo laxa, annan stóran úr Búrhyl og hinn smærri úr Ármótum Síkar og Hrútu. Sáust fleiri laxar sem ekki tóku.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði