Fótbolti

Kolbeinn búinn að skrifa undir - fær treyju númer níu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kolbeinn á blaðamannfundinum í dag
Kolbeinn á blaðamannfundinum í dag Mynd/Ajax.nl
Kolbeinn Sigþórsson hefur skrifað undir fjögurra ára samning við hollenska stórliðið Ajax Amsterdam. Kolbeinn sagði í samtali við Vísi fyrir stundu að draumur hans væri að rætast.

Kolbeinn var kynntur á blaðamannafundi hjá Ajax fyrr í dag. Þar skrifaði hann undir samninginn og tilkynnt var að hann myndi leika í treyju númer níu á næstu leiktíð.

Kolbeinn, sem var nýkominn upp á hótelherbergi þegar blaðamaður náði af honum tali, segir töluna skipa mikinn sess hjá Ajax en margar stjórstjörnur hafa klæðst treyjunni. Fremstur meðal jafningja er líklega markahrókurinn Marco Van Basten.

Kolbeinn er uppalinn hjá Víkingi í Fossvogi en færði sig síðar um set í Fossvoginum og gekk til liðs við HK. Hann hefur verið á mála hjá AZ Alkmaar undanfarin ár og talar reiprennandi hollensku.

Hægt er að sjá myndir og viðtal við Kolbein á heimasíðu Ajax með því að smella hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×