Sigurgeir Árni á leið til Kristiansund HK Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júlí 2011 11:31 Sigurgeir Árni og Ólafur Guðmunds fagna marki í leik gegn Fram á síðasta tímabili Mynd/Anton Fyrirliði Íslandsmeistara FH í handknattleik, Sigurgeir Árni Ægisson, er á leið til norska félagsins Kristiansund HK. Þjálfari liðsins er Íslendingurinn Gunnar Magnússon en auk þess leikur Akureyringurinn Jónatan Magnússon með liðinu. „Það stefnir allt í það. Það er ekki búið að skrifa undir en þetta er líklega allt að klárast. Mér líst ágætlega á þetta. Þetta er smá ævintýri sem við fjölskyldan ákváðum að fara í með börnin og hafa gaman. Gott að nýta handboltann svona á síðustu metrunum,“ sagði Sigurgeir í spjalli við Vísi. „Ég geri mér ekki alveg grein fyrir hversu sterk næstefsta deildin í Noregi er. Þetta er engin svaka deild en það er metnaður í félaginu. Félagið fór beint upp í fyrra og ætlar sér stærri hluti,“ segir Sigurgeir Árni. Sigurgeir Árni var lykilmaður í liði FH sem varð Íslandsmeistari í vor. Hann þykir harður í horn að taka í varnarleiknum. „Ég kem til þess að loka varnarleiknum. Þá þurfum við að skora færri mörk til þess að vinna leiki,“ segir Sigurgeir Árni í léttum tón. Sigurgeir Árni reiknar með því að vinna eitthvað með handboltanum enda sé hann ekki að fara utan peninganna vegna. Þetta sé aðallega aðlaðandi fyrir fjölskylduna og börnin. Allt útlit er fyrir að Íslandsmeistaralið FH mæti vængbrotið til leiks í haust. Ólafur Guðmundsson er á leið til Danmerkur og þá hefur Ásbjörn Friðriksson verið að reyna fyrir sér í Noregi. „Óli er auðvitað farinn og það stefnir allt í að ég sé að fara. Svo er ekki alveg ljóst hver staðan er með Ása. En það er nú bara þannig í þessum handbolta að það kemur maður í mann stað. Aðrir fá sviðið og fá að blómstra,“ sagði Sigurgeir Árni. „Sérstaklega er eðlilegt að þessir ungu strákar séu að reyna fyrir sér enda eiga þeir þvílíka framtíð fyrir sér. Þetta kom meira óvænt upp hjá mér. Smá ævintýraþrá að prófa þetta.“ Sigurgeir reiknar með því að fara utan í byrjun ágústmánaðar. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Fyrirliði Íslandsmeistara FH í handknattleik, Sigurgeir Árni Ægisson, er á leið til norska félagsins Kristiansund HK. Þjálfari liðsins er Íslendingurinn Gunnar Magnússon en auk þess leikur Akureyringurinn Jónatan Magnússon með liðinu. „Það stefnir allt í það. Það er ekki búið að skrifa undir en þetta er líklega allt að klárast. Mér líst ágætlega á þetta. Þetta er smá ævintýri sem við fjölskyldan ákváðum að fara í með börnin og hafa gaman. Gott að nýta handboltann svona á síðustu metrunum,“ sagði Sigurgeir í spjalli við Vísi. „Ég geri mér ekki alveg grein fyrir hversu sterk næstefsta deildin í Noregi er. Þetta er engin svaka deild en það er metnaður í félaginu. Félagið fór beint upp í fyrra og ætlar sér stærri hluti,“ segir Sigurgeir Árni. Sigurgeir Árni var lykilmaður í liði FH sem varð Íslandsmeistari í vor. Hann þykir harður í horn að taka í varnarleiknum. „Ég kem til þess að loka varnarleiknum. Þá þurfum við að skora færri mörk til þess að vinna leiki,“ segir Sigurgeir Árni í léttum tón. Sigurgeir Árni reiknar með því að vinna eitthvað með handboltanum enda sé hann ekki að fara utan peninganna vegna. Þetta sé aðallega aðlaðandi fyrir fjölskylduna og börnin. Allt útlit er fyrir að Íslandsmeistaralið FH mæti vængbrotið til leiks í haust. Ólafur Guðmundsson er á leið til Danmerkur og þá hefur Ásbjörn Friðriksson verið að reyna fyrir sér í Noregi. „Óli er auðvitað farinn og það stefnir allt í að ég sé að fara. Svo er ekki alveg ljóst hver staðan er með Ása. En það er nú bara þannig í þessum handbolta að það kemur maður í mann stað. Aðrir fá sviðið og fá að blómstra,“ sagði Sigurgeir Árni. „Sérstaklega er eðlilegt að þessir ungu strákar séu að reyna fyrir sér enda eiga þeir þvílíka framtíð fyrir sér. Þetta kom meira óvænt upp hjá mér. Smá ævintýraþrá að prófa þetta.“ Sigurgeir reiknar með því að fara utan í byrjun ágústmánaðar.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti