Tiger Woods verður ekki með á opna breska Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 5. júlí 2011 17:30 Tiger Woods hefur ákveðið að taka ekki þátt á opna breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á Royal St. George's vellinum í næstu viku. AP Tiger Woods hefur ákveðið að taka ekki þátt á opna breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á Royal St. George's vellinum í næstu viku. Bandaríski kylfingurinn hefur ekkert keppt að undanförnu vegna meiðsla og í dag gaf hann það út að hann yrði ekki með á stórmótinu. Woods tók þessa ákvörðun í samráði við lækna sem ráðlögðu honum að ná sér að fullu eftir meiðsli í hásin og hné. Woods hefur varla slegið golfhögg í tvo mánuði eða frá því hann hætti keppni á Players meistaramótinu eftir 9 holur á fyrsta keppnisdegi vegna meiðsla. Brendan Jones grætur ekki fjarveru Woods þar sem hann fær keppnisréttinn í hans stað. Bandaríski kylfingurinn hefur ákveðið að mæta ekki til leiks í keppni fyrr en hann hefur náð sér að fullu. Þetta er annað stórmótið á þessu ári sem Woods missir. Hann lék á Mastersmótinu sem er fyrsta stórmótið á hverju ári en hann var ekki með á opna bandaríska meistaramótinu sem Rory McIlroy frá Norður-Írlandi vann. Fjórða og síðasta stórmót ársins er PGA meistaramótið en það fer fram 11.-14. ágúst í Atlanta. Golf Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods hefur ákveðið að taka ekki þátt á opna breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á Royal St. George's vellinum í næstu viku. Bandaríski kylfingurinn hefur ekkert keppt að undanförnu vegna meiðsla og í dag gaf hann það út að hann yrði ekki með á stórmótinu. Woods tók þessa ákvörðun í samráði við lækna sem ráðlögðu honum að ná sér að fullu eftir meiðsli í hásin og hné. Woods hefur varla slegið golfhögg í tvo mánuði eða frá því hann hætti keppni á Players meistaramótinu eftir 9 holur á fyrsta keppnisdegi vegna meiðsla. Brendan Jones grætur ekki fjarveru Woods þar sem hann fær keppnisréttinn í hans stað. Bandaríski kylfingurinn hefur ákveðið að mæta ekki til leiks í keppni fyrr en hann hefur náð sér að fullu. Þetta er annað stórmótið á þessu ári sem Woods missir. Hann lék á Mastersmótinu sem er fyrsta stórmótið á hverju ári en hann var ekki með á opna bandaríska meistaramótinu sem Rory McIlroy frá Norður-Írlandi vann. Fjórða og síðasta stórmót ársins er PGA meistaramótið en það fer fram 11.-14. ágúst í Atlanta.
Golf Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira