Styttist í opnun Setbergsár Karl Lúðvíksson skrifar 6. júlí 2011 06:40 Mynd af www.svfr.is Árnefnd Setbergsár vinnur nú hörðum höndum að undirbúningi opnun árinnar. Áin opnar þann 15.júlí næstkomandi. Miklar lagfæringar hafa verið gerðar á veiðihúsinu, sem satt best að segja var orðið dálítið þreytt. Að auki var settur upp teljari í laxastiganum í Illafossi og það verður fróðlegt að fylgjast með göngum þarna í sumar. Á myndinni má sjá Hermann Valsson formann árnefndar segja þeim Hallgrími Hólmsteinssyni og Magnúsi Hermannsyni fyrir verkum. Af veiði á Snæfellsnesi er það helst að frétta að ekkert lát virðist á góðri veiði í Hraunsfirði, þar er mikið af bleikju gengið í lónið. Eins hefur veiðin á vatnasvæði Lýsu glæðst og ágætis veiði hefur verið í Hítarvatni síðustu daga. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði 60 milljón króna tilboð í Hítará Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Sex laxa opnun í Hítará Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Kvikmyndahátið fluguveiðimannsins Veiði
Árnefnd Setbergsár vinnur nú hörðum höndum að undirbúningi opnun árinnar. Áin opnar þann 15.júlí næstkomandi. Miklar lagfæringar hafa verið gerðar á veiðihúsinu, sem satt best að segja var orðið dálítið þreytt. Að auki var settur upp teljari í laxastiganum í Illafossi og það verður fróðlegt að fylgjast með göngum þarna í sumar. Á myndinni má sjá Hermann Valsson formann árnefndar segja þeim Hallgrími Hólmsteinssyni og Magnúsi Hermannsyni fyrir verkum. Af veiði á Snæfellsnesi er það helst að frétta að ekkert lát virðist á góðri veiði í Hraunsfirði, þar er mikið af bleikju gengið í lónið. Eins hefur veiðin á vatnasvæði Lýsu glæðst og ágætis veiði hefur verið í Hítarvatni síðustu daga. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði 60 milljón króna tilboð í Hítará Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Sex laxa opnun í Hítará Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Kvikmyndahátið fluguveiðimannsins Veiði