Umfjöllun: Naum forysta ÍBV fyrir Írlandsferðina Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Vodafonvellinum skrifar 30. júní 2011 15:16 Þórarinn ingi fagnar eftir leik. mynd/hag Eyjamenn mega vera nokkuð sáttir við að hafa unnið 1-0 sigur á írska liðinu St. Patrick's Athletic í forkeppni Evrópudeildar UEFA í dag. Andri Ólafsson skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu. Eyjamenn fengu nokkur færi til viðbótar til að skora en Írarnir fengu svo sannarlega sín færi líka. Þeir áttu bæði skalla í slá auk þess sem að Eyjamenn björguðu einu sinni á línu. Allt kom þó fyrir ekki og ÍBV fagnaði góðum 1-0 sigri. Fyrri hálfleikur var nú ekki upp á marga fiska. Það er kannski eðlilegt að liðin taki sér nokkrar mínútur til að átta sig á andstæðingnum en eftir því sem leið á hálfleikinn var ljóst að hvorugt liðið gerði nokkuð til að taka leikinn í sínar hendur. Eyjamenn áttu reyndar tvö ágæt færi í upphafi leiksins en meira var það ekki. Írarnir fengu eitt þokkalegt hálffæri en skot Daryl Kavanagh, besta manni St. Pat's í leiknum, var fram hjá. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, ákvað að breyta til í sínu liði í hálfleik og skipti yfir í 4-4-2. Setti hann fyrirliðann Andra Ólafsson niður á miðjuna þar sem hann fékk að vera meira í boltanum. Það var ekki lengi að bera árangur því strax á 50. mínútu, stuttu eftir að Írarnir voru næstum búnir að skora fyrsta mark leiksins, fengu Eyjamenn víti. Gary Rogers, markörður St. Pat's, var of seinn til að ná í boltann og braut þess í stað á Tryggva Guðmundssyni. Andri fyrirliði fór á punktinn, alveg eins og gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni á föstudaginn, og skoraði af miklu öryggi. Stuttu síðar voru Eyjamenn nálægt því að komast í 2-0 í tvígang. Fyrst átti Denis Sytnik skot að marki og svo Tony Mawejje en í bæði skiptin varði Rogers glæsilega frá þeim. En þá kom kafli þar sem að Eyjamenn voru stálheppnir að fá ekki mark á sig. Kavanagh átti til að mynda skalla í slá eftir hornspyrnu og hinn þéttvaxni Danny North komst í ágætt skotfæri sem hann nýtti sér ekki. Írarnir sóttu nokkuð stíft á lokamínútunum en tókst þrátt fyrir allt ekki að koma boltanum í markið. Varamaðurinn Anthony Murphy komst nálægt því með skalla eftir hornspyrnu en Tony Mawejje bjargaði á marklínu. 1-0 sigur staðreynd en forystan er ekki mjög mikil fyrir seinni leikinn sem fer fram á Írlandi í næstu viku. Engu að síður var jákvætt fyrir ÍBV að halda hreinu og útivallarmark fer langt með að tryggja liðinu sæti í næstu umferð. Eyjamenn verða þó líklega að spila betur en þeir gerðu í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir áttu fínt korter í upphafi seinni hálfleiks en bökkuðu allt of mikið síðasta hálftímann. Þeir eiga mikið inni eftir þennan leik enda geta leikmenn ÍBV spilað miklu betur en þeir sýndu í dag.Dómari: Michael Svendsen, Danmörku.Skot (á mark): 10-13 (6-4)Varin skot: Albert 2 - Rogers 5Horn: 8-4Aukaspyrnur fengnar: 8-14Rangstöður: 0-1 Evrópudeild UEFA Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Eyjamenn mega vera nokkuð sáttir við að hafa unnið 1-0 sigur á írska liðinu St. Patrick's Athletic í forkeppni Evrópudeildar UEFA í dag. Andri Ólafsson skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu. Eyjamenn fengu nokkur færi til viðbótar til að skora en Írarnir fengu svo sannarlega sín færi líka. Þeir áttu bæði skalla í slá auk þess sem að Eyjamenn björguðu einu sinni á línu. Allt kom þó fyrir ekki og ÍBV fagnaði góðum 1-0 sigri. Fyrri hálfleikur var nú ekki upp á marga fiska. Það er kannski eðlilegt að liðin taki sér nokkrar mínútur til að átta sig á andstæðingnum en eftir því sem leið á hálfleikinn var ljóst að hvorugt liðið gerði nokkuð til að taka leikinn í sínar hendur. Eyjamenn áttu reyndar tvö ágæt færi í upphafi leiksins en meira var það ekki. Írarnir fengu eitt þokkalegt hálffæri en skot Daryl Kavanagh, besta manni St. Pat's í leiknum, var fram hjá. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, ákvað að breyta til í sínu liði í hálfleik og skipti yfir í 4-4-2. Setti hann fyrirliðann Andra Ólafsson niður á miðjuna þar sem hann fékk að vera meira í boltanum. Það var ekki lengi að bera árangur því strax á 50. mínútu, stuttu eftir að Írarnir voru næstum búnir að skora fyrsta mark leiksins, fengu Eyjamenn víti. Gary Rogers, markörður St. Pat's, var of seinn til að ná í boltann og braut þess í stað á Tryggva Guðmundssyni. Andri fyrirliði fór á punktinn, alveg eins og gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni á föstudaginn, og skoraði af miklu öryggi. Stuttu síðar voru Eyjamenn nálægt því að komast í 2-0 í tvígang. Fyrst átti Denis Sytnik skot að marki og svo Tony Mawejje en í bæði skiptin varði Rogers glæsilega frá þeim. En þá kom kafli þar sem að Eyjamenn voru stálheppnir að fá ekki mark á sig. Kavanagh átti til að mynda skalla í slá eftir hornspyrnu og hinn þéttvaxni Danny North komst í ágætt skotfæri sem hann nýtti sér ekki. Írarnir sóttu nokkuð stíft á lokamínútunum en tókst þrátt fyrir allt ekki að koma boltanum í markið. Varamaðurinn Anthony Murphy komst nálægt því með skalla eftir hornspyrnu en Tony Mawejje bjargaði á marklínu. 1-0 sigur staðreynd en forystan er ekki mjög mikil fyrir seinni leikinn sem fer fram á Írlandi í næstu viku. Engu að síður var jákvætt fyrir ÍBV að halda hreinu og útivallarmark fer langt með að tryggja liðinu sæti í næstu umferð. Eyjamenn verða þó líklega að spila betur en þeir gerðu í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir áttu fínt korter í upphafi seinni hálfleiks en bökkuðu allt of mikið síðasta hálftímann. Þeir eiga mikið inni eftir þennan leik enda geta leikmenn ÍBV spilað miklu betur en þeir sýndu í dag.Dómari: Michael Svendsen, Danmörku.Skot (á mark): 10-13 (6-4)Varin skot: Albert 2 - Rogers 5Horn: 8-4Aukaspyrnur fengnar: 8-14Rangstöður: 0-1
Evrópudeild UEFA Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira