Umfjöllun: Naum forysta ÍBV fyrir Írlandsferðina Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Vodafonvellinum skrifar 30. júní 2011 15:16 Þórarinn ingi fagnar eftir leik. mynd/hag Eyjamenn mega vera nokkuð sáttir við að hafa unnið 1-0 sigur á írska liðinu St. Patrick's Athletic í forkeppni Evrópudeildar UEFA í dag. Andri Ólafsson skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu. Eyjamenn fengu nokkur færi til viðbótar til að skora en Írarnir fengu svo sannarlega sín færi líka. Þeir áttu bæði skalla í slá auk þess sem að Eyjamenn björguðu einu sinni á línu. Allt kom þó fyrir ekki og ÍBV fagnaði góðum 1-0 sigri. Fyrri hálfleikur var nú ekki upp á marga fiska. Það er kannski eðlilegt að liðin taki sér nokkrar mínútur til að átta sig á andstæðingnum en eftir því sem leið á hálfleikinn var ljóst að hvorugt liðið gerði nokkuð til að taka leikinn í sínar hendur. Eyjamenn áttu reyndar tvö ágæt færi í upphafi leiksins en meira var það ekki. Írarnir fengu eitt þokkalegt hálffæri en skot Daryl Kavanagh, besta manni St. Pat's í leiknum, var fram hjá. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, ákvað að breyta til í sínu liði í hálfleik og skipti yfir í 4-4-2. Setti hann fyrirliðann Andra Ólafsson niður á miðjuna þar sem hann fékk að vera meira í boltanum. Það var ekki lengi að bera árangur því strax á 50. mínútu, stuttu eftir að Írarnir voru næstum búnir að skora fyrsta mark leiksins, fengu Eyjamenn víti. Gary Rogers, markörður St. Pat's, var of seinn til að ná í boltann og braut þess í stað á Tryggva Guðmundssyni. Andri fyrirliði fór á punktinn, alveg eins og gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni á föstudaginn, og skoraði af miklu öryggi. Stuttu síðar voru Eyjamenn nálægt því að komast í 2-0 í tvígang. Fyrst átti Denis Sytnik skot að marki og svo Tony Mawejje en í bæði skiptin varði Rogers glæsilega frá þeim. En þá kom kafli þar sem að Eyjamenn voru stálheppnir að fá ekki mark á sig. Kavanagh átti til að mynda skalla í slá eftir hornspyrnu og hinn þéttvaxni Danny North komst í ágætt skotfæri sem hann nýtti sér ekki. Írarnir sóttu nokkuð stíft á lokamínútunum en tókst þrátt fyrir allt ekki að koma boltanum í markið. Varamaðurinn Anthony Murphy komst nálægt því með skalla eftir hornspyrnu en Tony Mawejje bjargaði á marklínu. 1-0 sigur staðreynd en forystan er ekki mjög mikil fyrir seinni leikinn sem fer fram á Írlandi í næstu viku. Engu að síður var jákvætt fyrir ÍBV að halda hreinu og útivallarmark fer langt með að tryggja liðinu sæti í næstu umferð. Eyjamenn verða þó líklega að spila betur en þeir gerðu í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir áttu fínt korter í upphafi seinni hálfleiks en bökkuðu allt of mikið síðasta hálftímann. Þeir eiga mikið inni eftir þennan leik enda geta leikmenn ÍBV spilað miklu betur en þeir sýndu í dag.Dómari: Michael Svendsen, Danmörku.Skot (á mark): 10-13 (6-4)Varin skot: Albert 2 - Rogers 5Horn: 8-4Aukaspyrnur fengnar: 8-14Rangstöður: 0-1 Evrópudeild UEFA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Eyjamenn mega vera nokkuð sáttir við að hafa unnið 1-0 sigur á írska liðinu St. Patrick's Athletic í forkeppni Evrópudeildar UEFA í dag. Andri Ólafsson skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu. Eyjamenn fengu nokkur færi til viðbótar til að skora en Írarnir fengu svo sannarlega sín færi líka. Þeir áttu bæði skalla í slá auk þess sem að Eyjamenn björguðu einu sinni á línu. Allt kom þó fyrir ekki og ÍBV fagnaði góðum 1-0 sigri. Fyrri hálfleikur var nú ekki upp á marga fiska. Það er kannski eðlilegt að liðin taki sér nokkrar mínútur til að átta sig á andstæðingnum en eftir því sem leið á hálfleikinn var ljóst að hvorugt liðið gerði nokkuð til að taka leikinn í sínar hendur. Eyjamenn áttu reyndar tvö ágæt færi í upphafi leiksins en meira var það ekki. Írarnir fengu eitt þokkalegt hálffæri en skot Daryl Kavanagh, besta manni St. Pat's í leiknum, var fram hjá. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, ákvað að breyta til í sínu liði í hálfleik og skipti yfir í 4-4-2. Setti hann fyrirliðann Andra Ólafsson niður á miðjuna þar sem hann fékk að vera meira í boltanum. Það var ekki lengi að bera árangur því strax á 50. mínútu, stuttu eftir að Írarnir voru næstum búnir að skora fyrsta mark leiksins, fengu Eyjamenn víti. Gary Rogers, markörður St. Pat's, var of seinn til að ná í boltann og braut þess í stað á Tryggva Guðmundssyni. Andri fyrirliði fór á punktinn, alveg eins og gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni á föstudaginn, og skoraði af miklu öryggi. Stuttu síðar voru Eyjamenn nálægt því að komast í 2-0 í tvígang. Fyrst átti Denis Sytnik skot að marki og svo Tony Mawejje en í bæði skiptin varði Rogers glæsilega frá þeim. En þá kom kafli þar sem að Eyjamenn voru stálheppnir að fá ekki mark á sig. Kavanagh átti til að mynda skalla í slá eftir hornspyrnu og hinn þéttvaxni Danny North komst í ágætt skotfæri sem hann nýtti sér ekki. Írarnir sóttu nokkuð stíft á lokamínútunum en tókst þrátt fyrir allt ekki að koma boltanum í markið. Varamaðurinn Anthony Murphy komst nálægt því með skalla eftir hornspyrnu en Tony Mawejje bjargaði á marklínu. 1-0 sigur staðreynd en forystan er ekki mjög mikil fyrir seinni leikinn sem fer fram á Írlandi í næstu viku. Engu að síður var jákvætt fyrir ÍBV að halda hreinu og útivallarmark fer langt með að tryggja liðinu sæti í næstu umferð. Eyjamenn verða þó líklega að spila betur en þeir gerðu í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir áttu fínt korter í upphafi seinni hálfleiks en bökkuðu allt of mikið síðasta hálftímann. Þeir eiga mikið inni eftir þennan leik enda geta leikmenn ÍBV spilað miklu betur en þeir sýndu í dag.Dómari: Michael Svendsen, Danmörku.Skot (á mark): 10-13 (6-4)Varin skot: Albert 2 - Rogers 5Horn: 8-4Aukaspyrnur fengnar: 8-14Rangstöður: 0-1
Evrópudeild UEFA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira