Umfjöllun: Naum forysta ÍBV fyrir Írlandsferðina Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Vodafonvellinum skrifar 30. júní 2011 15:16 Þórarinn ingi fagnar eftir leik. mynd/hag Eyjamenn mega vera nokkuð sáttir við að hafa unnið 1-0 sigur á írska liðinu St. Patrick's Athletic í forkeppni Evrópudeildar UEFA í dag. Andri Ólafsson skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu. Eyjamenn fengu nokkur færi til viðbótar til að skora en Írarnir fengu svo sannarlega sín færi líka. Þeir áttu bæði skalla í slá auk þess sem að Eyjamenn björguðu einu sinni á línu. Allt kom þó fyrir ekki og ÍBV fagnaði góðum 1-0 sigri. Fyrri hálfleikur var nú ekki upp á marga fiska. Það er kannski eðlilegt að liðin taki sér nokkrar mínútur til að átta sig á andstæðingnum en eftir því sem leið á hálfleikinn var ljóst að hvorugt liðið gerði nokkuð til að taka leikinn í sínar hendur. Eyjamenn áttu reyndar tvö ágæt færi í upphafi leiksins en meira var það ekki. Írarnir fengu eitt þokkalegt hálffæri en skot Daryl Kavanagh, besta manni St. Pat's í leiknum, var fram hjá. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, ákvað að breyta til í sínu liði í hálfleik og skipti yfir í 4-4-2. Setti hann fyrirliðann Andra Ólafsson niður á miðjuna þar sem hann fékk að vera meira í boltanum. Það var ekki lengi að bera árangur því strax á 50. mínútu, stuttu eftir að Írarnir voru næstum búnir að skora fyrsta mark leiksins, fengu Eyjamenn víti. Gary Rogers, markörður St. Pat's, var of seinn til að ná í boltann og braut þess í stað á Tryggva Guðmundssyni. Andri fyrirliði fór á punktinn, alveg eins og gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni á föstudaginn, og skoraði af miklu öryggi. Stuttu síðar voru Eyjamenn nálægt því að komast í 2-0 í tvígang. Fyrst átti Denis Sytnik skot að marki og svo Tony Mawejje en í bæði skiptin varði Rogers glæsilega frá þeim. En þá kom kafli þar sem að Eyjamenn voru stálheppnir að fá ekki mark á sig. Kavanagh átti til að mynda skalla í slá eftir hornspyrnu og hinn þéttvaxni Danny North komst í ágætt skotfæri sem hann nýtti sér ekki. Írarnir sóttu nokkuð stíft á lokamínútunum en tókst þrátt fyrir allt ekki að koma boltanum í markið. Varamaðurinn Anthony Murphy komst nálægt því með skalla eftir hornspyrnu en Tony Mawejje bjargaði á marklínu. 1-0 sigur staðreynd en forystan er ekki mjög mikil fyrir seinni leikinn sem fer fram á Írlandi í næstu viku. Engu að síður var jákvætt fyrir ÍBV að halda hreinu og útivallarmark fer langt með að tryggja liðinu sæti í næstu umferð. Eyjamenn verða þó líklega að spila betur en þeir gerðu í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir áttu fínt korter í upphafi seinni hálfleiks en bökkuðu allt of mikið síðasta hálftímann. Þeir eiga mikið inni eftir þennan leik enda geta leikmenn ÍBV spilað miklu betur en þeir sýndu í dag.Dómari: Michael Svendsen, Danmörku.Skot (á mark): 10-13 (6-4)Varin skot: Albert 2 - Rogers 5Horn: 8-4Aukaspyrnur fengnar: 8-14Rangstöður: 0-1 Evrópudeild UEFA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Eyjamenn mega vera nokkuð sáttir við að hafa unnið 1-0 sigur á írska liðinu St. Patrick's Athletic í forkeppni Evrópudeildar UEFA í dag. Andri Ólafsson skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu. Eyjamenn fengu nokkur færi til viðbótar til að skora en Írarnir fengu svo sannarlega sín færi líka. Þeir áttu bæði skalla í slá auk þess sem að Eyjamenn björguðu einu sinni á línu. Allt kom þó fyrir ekki og ÍBV fagnaði góðum 1-0 sigri. Fyrri hálfleikur var nú ekki upp á marga fiska. Það er kannski eðlilegt að liðin taki sér nokkrar mínútur til að átta sig á andstæðingnum en eftir því sem leið á hálfleikinn var ljóst að hvorugt liðið gerði nokkuð til að taka leikinn í sínar hendur. Eyjamenn áttu reyndar tvö ágæt færi í upphafi leiksins en meira var það ekki. Írarnir fengu eitt þokkalegt hálffæri en skot Daryl Kavanagh, besta manni St. Pat's í leiknum, var fram hjá. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, ákvað að breyta til í sínu liði í hálfleik og skipti yfir í 4-4-2. Setti hann fyrirliðann Andra Ólafsson niður á miðjuna þar sem hann fékk að vera meira í boltanum. Það var ekki lengi að bera árangur því strax á 50. mínútu, stuttu eftir að Írarnir voru næstum búnir að skora fyrsta mark leiksins, fengu Eyjamenn víti. Gary Rogers, markörður St. Pat's, var of seinn til að ná í boltann og braut þess í stað á Tryggva Guðmundssyni. Andri fyrirliði fór á punktinn, alveg eins og gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni á föstudaginn, og skoraði af miklu öryggi. Stuttu síðar voru Eyjamenn nálægt því að komast í 2-0 í tvígang. Fyrst átti Denis Sytnik skot að marki og svo Tony Mawejje en í bæði skiptin varði Rogers glæsilega frá þeim. En þá kom kafli þar sem að Eyjamenn voru stálheppnir að fá ekki mark á sig. Kavanagh átti til að mynda skalla í slá eftir hornspyrnu og hinn þéttvaxni Danny North komst í ágætt skotfæri sem hann nýtti sér ekki. Írarnir sóttu nokkuð stíft á lokamínútunum en tókst þrátt fyrir allt ekki að koma boltanum í markið. Varamaðurinn Anthony Murphy komst nálægt því með skalla eftir hornspyrnu en Tony Mawejje bjargaði á marklínu. 1-0 sigur staðreynd en forystan er ekki mjög mikil fyrir seinni leikinn sem fer fram á Írlandi í næstu viku. Engu að síður var jákvætt fyrir ÍBV að halda hreinu og útivallarmark fer langt með að tryggja liðinu sæti í næstu umferð. Eyjamenn verða þó líklega að spila betur en þeir gerðu í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir áttu fínt korter í upphafi seinni hálfleiks en bökkuðu allt of mikið síðasta hálftímann. Þeir eiga mikið inni eftir þennan leik enda geta leikmenn ÍBV spilað miklu betur en þeir sýndu í dag.Dómari: Michael Svendsen, Danmörku.Skot (á mark): 10-13 (6-4)Varin skot: Albert 2 - Rogers 5Horn: 8-4Aukaspyrnur fengnar: 8-14Rangstöður: 0-1
Evrópudeild UEFA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira