Rory McIlroy græðir á tá og fingri Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 21. júní 2011 11:30 Norður-Írinn Rory McIlroy er "heitur“ á Bretlandseyjum þessa dagana eftir sigurinn á opna bandaríska meistaramótinu um helgina. AFP Norður-Írinn Rory McIlroy er „heitur" á Bretlandseyjum þessa dagana eftir sigurinn á opna bandaríska meistaramótinu um helgina. Hinn 22 ára gamli kylfingur hefur dregið sig úr keppni á opna franska meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn enda er líf hans á hvolfi eftir fyrsta sigurinn á stórmóti. Vinsældir McIlroy eru gríðarlega og stórfyrirtæki keppast um að fá hann til samstarfs og telja margir að hann verði tekjuhæsti íþróttamaður Breta á allra næstu árum. Nigel Currie, framkvæmdastjóri umboðsskrifstofunnar Brand Rapport, segir að McIlroy geti auðveldlega komist á þann stað þar sem Roger Federer, Michael Schumacher og Tiger Woods hafa verið. „Ef McIlroy heldur sínu striki og sýnir yfirburði á stórmótum áfram þá munu tekjur hans margfaldast," sagði Currie en hann telur að kylfingurinn geti náð 100 milljóna punda árslaunum á næstu árum – sem gerir um 18 milljarða kr. á ári. Hnefaleikarinn Lennox Lewis og fótboltamaðurinn David Beckham eru tekjuhæstu íþróttamenn Breta frá upphafi en Currie er sannfærður um að kylfingurinn frá Norður-Írlandi verði sá tekjuhæsti innan fárra ára. Talið er að McIlroy sé nú þegar með um 5 milljónir pund á ári í tekjur vegna auglýsingasamninga en það er rétt tæplega 1 milljarður kr. Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy er „heitur" á Bretlandseyjum þessa dagana eftir sigurinn á opna bandaríska meistaramótinu um helgina. Hinn 22 ára gamli kylfingur hefur dregið sig úr keppni á opna franska meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn enda er líf hans á hvolfi eftir fyrsta sigurinn á stórmóti. Vinsældir McIlroy eru gríðarlega og stórfyrirtæki keppast um að fá hann til samstarfs og telja margir að hann verði tekjuhæsti íþróttamaður Breta á allra næstu árum. Nigel Currie, framkvæmdastjóri umboðsskrifstofunnar Brand Rapport, segir að McIlroy geti auðveldlega komist á þann stað þar sem Roger Federer, Michael Schumacher og Tiger Woods hafa verið. „Ef McIlroy heldur sínu striki og sýnir yfirburði á stórmótum áfram þá munu tekjur hans margfaldast," sagði Currie en hann telur að kylfingurinn geti náð 100 milljóna punda árslaunum á næstu árum – sem gerir um 18 milljarða kr. á ári. Hnefaleikarinn Lennox Lewis og fótboltamaðurinn David Beckham eru tekjuhæstu íþróttamenn Breta frá upphafi en Currie er sannfærður um að kylfingurinn frá Norður-Írlandi verði sá tekjuhæsti innan fárra ára. Talið er að McIlroy sé nú þegar með um 5 milljónir pund á ári í tekjur vegna auglýsingasamninga en það er rétt tæplega 1 milljarður kr.
Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira