Rory fékk fimm ára keppnisrétt á PGA mótaröðinni Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 21. júní 2011 14:30 Með sigrinum á opna bandaríska meistaramótinu í golfi tryggði Norður-Írinn Rory McIlroy sér keppnisrétt á bandarísku PGA mótaröðinni næstu fimm árin. AFP Með sigrinum á opna bandaríska meistaramótinu í golfi tryggði Norður-Írinn Rory McIlroy sér keppnisrétt á bandarísku PGA mótaröðinni næstu fimm árin. McIlroy reyndi fyrir sér á bandarísku PGA mótaröðinni í fyrra en ákvað að einbeita sér eingöngu að Evrópumótaröðinni fyrir þetta tímabil – en McIlroy leiddist einfaldlega lífið í Bandaríkjunum á meðan hann var þar. Andrew Chandler umboðsmaður McIlroy segir að kylfingurinn muni leika á fleiri mótum á PGA mótaröðinni en upphaflega var gert ráð fyrir. „Það verða ekki 15 mót á dagskrá hjá honum, það er of mikið,“ segir Chandler en hann er einnig umboðsmaður Louis Oosthuizen og Charl Schwartzel sem eru báðir frá Suður-Afríku. Chandler hefur hitt á naglann hvað varðar viðskiptavini því Oosthuizen sigraði á opna breska meistaramótinu í fyrra og Schwartzel fékk græna jakkann í fyrsta sinn á ferlinum eftir sigurinn á Augusta vellinum í apríl. Oosthuizen og Schwartzel eru báðir á PGA mótaröðinni en McIlroy lék á 16 mótum á síðasta tímabili í Bandaríkjunum. Hann ákvað að því loknu að skila inn keppnisleyfi sínu og einbeita sér að Evrópumótaröðinni. Englendingurinn Lee Westwood er einnig með Chandler sem umboðsmann og Westwood tók sömu ákvörðun og McIlroy síðasta haust þegar hann skilaði inn keppnisleyfi sínu á PGA mótaröðinni. Westwood er því með Evrópumótaröðina í forgangi. Golf Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Fótbolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Með sigrinum á opna bandaríska meistaramótinu í golfi tryggði Norður-Írinn Rory McIlroy sér keppnisrétt á bandarísku PGA mótaröðinni næstu fimm árin. McIlroy reyndi fyrir sér á bandarísku PGA mótaröðinni í fyrra en ákvað að einbeita sér eingöngu að Evrópumótaröðinni fyrir þetta tímabil – en McIlroy leiddist einfaldlega lífið í Bandaríkjunum á meðan hann var þar. Andrew Chandler umboðsmaður McIlroy segir að kylfingurinn muni leika á fleiri mótum á PGA mótaröðinni en upphaflega var gert ráð fyrir. „Það verða ekki 15 mót á dagskrá hjá honum, það er of mikið,“ segir Chandler en hann er einnig umboðsmaður Louis Oosthuizen og Charl Schwartzel sem eru báðir frá Suður-Afríku. Chandler hefur hitt á naglann hvað varðar viðskiptavini því Oosthuizen sigraði á opna breska meistaramótinu í fyrra og Schwartzel fékk græna jakkann í fyrsta sinn á ferlinum eftir sigurinn á Augusta vellinum í apríl. Oosthuizen og Schwartzel eru báðir á PGA mótaröðinni en McIlroy lék á 16 mótum á síðasta tímabili í Bandaríkjunum. Hann ákvað að því loknu að skila inn keppnisleyfi sínu og einbeita sér að Evrópumótaröðinni. Englendingurinn Lee Westwood er einnig með Chandler sem umboðsmann og Westwood tók sömu ákvörðun og McIlroy síðasta haust þegar hann skilaði inn keppnisleyfi sínu á PGA mótaröðinni. Westwood er því með Evrópumótaröðina í forgangi.
Golf Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Fótbolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira