Loksins líf í Straumunum Karl Lúðvíksson skrifar 23. júní 2011 09:53 Úr Straumunum Mynd: SVFR Það hefur verið lítið um fréttir úr Straumunum það sem af er, og þá væntanlega vegna þess að lítið hefur verið að gerast. Þetta breyttist þó í gærkvöldi. Þegar að veiðimenn bar að í hádeginu í gær voru aðeins komnir átta laxar í bókina. Straumarnir eru ármót Norðurár og Hvítár, en þegar að vatnsmagn er gott í Norðurá þá stoppar laxinn skemur í vatnamótunum. Þó geta Straumarnir verið góðir þegar að vatn er gott, en þá þarf að vera töluverð laxgengd. Svo virðist hafa verið raunin í gær þegar að stangirnar tvær fengu fimm laxa á eftirmiðdagsvaktinni. Voru þeir allt að 82 cm. Er við heyrðum í veiðimönnum í morgun þá voru þeir enn í fiski, og vonandi að Straumarnir séu komnir á gott ról. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði Spennandi möguleiki fyrir Íslenska veiðimenn í USA Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Að lána eða lána ekki veiðidót Veiði Flottir Sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði Vel skrifuð bók um rjúpnaveiðar Veiði
Það hefur verið lítið um fréttir úr Straumunum það sem af er, og þá væntanlega vegna þess að lítið hefur verið að gerast. Þetta breyttist þó í gærkvöldi. Þegar að veiðimenn bar að í hádeginu í gær voru aðeins komnir átta laxar í bókina. Straumarnir eru ármót Norðurár og Hvítár, en þegar að vatnsmagn er gott í Norðurá þá stoppar laxinn skemur í vatnamótunum. Þó geta Straumarnir verið góðir þegar að vatn er gott, en þá þarf að vera töluverð laxgengd. Svo virðist hafa verið raunin í gær þegar að stangirnar tvær fengu fimm laxa á eftirmiðdagsvaktinni. Voru þeir allt að 82 cm. Er við heyrðum í veiðimönnum í morgun þá voru þeir enn í fiski, og vonandi að Straumarnir séu komnir á gott ról. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði Spennandi möguleiki fyrir Íslenska veiðimenn í USA Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Að lána eða lána ekki veiðidót Veiði Flottir Sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði Vel skrifuð bók um rjúpnaveiðar Veiði