Loksins líf í Straumunum Karl Lúðvíksson skrifar 23. júní 2011 09:53 Úr Straumunum Mynd: SVFR Það hefur verið lítið um fréttir úr Straumunum það sem af er, og þá væntanlega vegna þess að lítið hefur verið að gerast. Þetta breyttist þó í gærkvöldi. Þegar að veiðimenn bar að í hádeginu í gær voru aðeins komnir átta laxar í bókina. Straumarnir eru ármót Norðurár og Hvítár, en þegar að vatnsmagn er gott í Norðurá þá stoppar laxinn skemur í vatnamótunum. Þó geta Straumarnir verið góðir þegar að vatn er gott, en þá þarf að vera töluverð laxgengd. Svo virðist hafa verið raunin í gær þegar að stangirnar tvær fengu fimm laxa á eftirmiðdagsvaktinni. Voru þeir allt að 82 cm. Er við heyrðum í veiðimönnum í morgun þá voru þeir enn í fiski, og vonandi að Straumarnir séu komnir á gott ról. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Angling IQ búið að opna fyrir aðgang Veiði Yfirlýsing frá Skotvís vegna rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Stórir urriðar og laxavon á Heiði/Bjallalæk Veiði Kjósin og Grímsá á góðu róli Veiði Landaði fjórum yfir 100 sm á sama deginum Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Saga stangveiða: Laxaskattur Ólafs Ragnars og félaga Veiði
Það hefur verið lítið um fréttir úr Straumunum það sem af er, og þá væntanlega vegna þess að lítið hefur verið að gerast. Þetta breyttist þó í gærkvöldi. Þegar að veiðimenn bar að í hádeginu í gær voru aðeins komnir átta laxar í bókina. Straumarnir eru ármót Norðurár og Hvítár, en þegar að vatnsmagn er gott í Norðurá þá stoppar laxinn skemur í vatnamótunum. Þó geta Straumarnir verið góðir þegar að vatn er gott, en þá þarf að vera töluverð laxgengd. Svo virðist hafa verið raunin í gær þegar að stangirnar tvær fengu fimm laxa á eftirmiðdagsvaktinni. Voru þeir allt að 82 cm. Er við heyrðum í veiðimönnum í morgun þá voru þeir enn í fiski, og vonandi að Straumarnir séu komnir á gott ról. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Angling IQ búið að opna fyrir aðgang Veiði Yfirlýsing frá Skotvís vegna rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Stórir urriðar og laxavon á Heiði/Bjallalæk Veiði Kjósin og Grímsá á góðu róli Veiði Landaði fjórum yfir 100 sm á sama deginum Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Saga stangveiða: Laxaskattur Ólafs Ragnars og félaga Veiði