Sebastian Alexanderson í Fram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júní 2011 09:15 Sebastian gengur frá samningnum við Fram. Mynd/Fram.is Markvörðurinn Sebastian Alexanderson hefur samið við handknattleiksdeild Fram um að leika með karlaliði félagsins á komandi leiktíð. Sebastian, sem verður 42 ára í haust, hefur undanfarin ár þjálfað og leikið með Selfossi. Sebastian þekkir vel til í Safamýrinni. Hann lék með liði Fram á árunum 1998-2004. Í fréttatilkynningu frá Fram segir að um leið og félagið hafi komist á snoðir um að Sebastian vildi leika eitt tímabil til viðbótar hafi verið haft samband við hann. Þá setja Framarar félagsskiptin í samhengi við fréttir af sænsku markmannskempunni Tomas Svensson sem nýverið gekk frá samningi við Rhein-Neckar Löwen. Fréttatilkynninguna í heild sinni má sjá hér að neðan. Fréttatilkynningin frá FramBasti í Safamýrina Handknattleiksdeild Fram hefur samið við Basta, fullu nafni Sebastian Alexandersson, um að leika með félaginu á komandi leiktíð. Basti er öllum hnútum kunnugur í Safamýrinni en þessi sanni keppnismaður gekk til liðs við Fram 1998 frá Aftureldingu en þá um vorið var ljóst að Reynir Þór Reynisson hyrfi á braut. Fram tefldi fram einu besta markmannspari landsins í Basta og Magnúsi Gunnari Erlendssyni á árunum 1998-2004. Basti hefur unnið ötullega að uppbyggingu afreksstarfs yngri leikmanna á Selfossi undanfarin ár samhliða þjálfun meistaraflokks karla. Lið Selfoss háði hetjulega baráttu fyrir sæti sínu í deildinni á nýafstaðinni leiktíð. Basti tók fram skóna s.l. febrúar og fór mikinn á milli stanganna. Hann varði eins og berserkur og liðið halaði inn stigum undir lok mótsins. Liðið, sem var nýliði í deildinni, féll með minnsta mun eftir að hafa lent með marga menn í meiðslum á leiktíðinni. Eftir að stjórn handknattleiksdeildar Fram komst að því að Basti hefði hugsanlega áhuga á að taka eitt tímabil af krafti sem leikmaður í efstu deild var strax haft samband við hann um að endurnýja kynnin. Basti verður 42 ára í haust og er á besta aldri. Hann er einu og hálfi ári yngri kollegri hans, Tomas Svenson frá Eskilstuna, sem er gekk frá samning við Rhein-Neckar Löwen fyrr í mánuðinum. Það vita ekki allir að Basti og Tomas hafa mæst á handboltavellinum. Leiktíðina 1993-1994 lék Basti með ÍR en haustið 1993 tóku Breiðhiltingar þátt í Evrópukeppni í fyrsta og eina skiptið. Í fyrstu umferð sló ÍR út danska liðið Virum og átti Basti stórleik í íþróttahúsi Seljaskóla. Í annarri umferð var förinni heitið til Baskalands á norður Spáni til að etja kappi við Bidasoa en báðir leikirnir fóru fram ytra. Íþróttahöll Bidasoa er gefin upp fyrir 2200 áhorfendur en þegar flautað var til leiks í fyrri viðureign liðana voru mun fleiri í höllinni. Stemmingin var mögnuð, andrúmsloftið rafmagnað og áhorfendur tóku strax eftir einbeittum markverði ÍR sem fór mikinn í upphitun. ÍR-ingar komust í 3-1 en svo fór að halla undan fæti. Þetta haustkvöld í Baskalandi varði Tomas eitthvað fleiri bolta en Basti. Leiknum lauk þannig að Bidasoa gerði 28 mörk gegn 11, mjög góðum, ÍR mörkum. Eitthvað færri áhorfendur mættu til að sjá síðari viðureign liðanna daginn eftir. Eins og svo oft áður á ferli Basta þá barðist hann til síðustu mínútu og stóð fyrir sínu. Það er aldrei að vita nema Basti og Tomas mætist aftur á handboltavellinum innan tíðar enda nýbúnir að gera nýja samninga við félög sem stefna á titla. Það er stjórn handknattleiksdeildar Fram sönn ánægja að geta boðið Frömurum upp á Sebastian Alexandersson á milli Fram-stanganna á komandi leiktíð. Stjórnin er þakklát fyrir að Basti vilji enda sinn feril sem leikmaður hjá Fram og bindur vonir við að hann nái að miðla reynslu sinni til yngri leikmanna félagsins. Handknattleiksdeild Fram Olís-deild karla Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Fleiri fréttir Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Sjá meira
Markvörðurinn Sebastian Alexanderson hefur samið við handknattleiksdeild Fram um að leika með karlaliði félagsins á komandi leiktíð. Sebastian, sem verður 42 ára í haust, hefur undanfarin ár þjálfað og leikið með Selfossi. Sebastian þekkir vel til í Safamýrinni. Hann lék með liði Fram á árunum 1998-2004. Í fréttatilkynningu frá Fram segir að um leið og félagið hafi komist á snoðir um að Sebastian vildi leika eitt tímabil til viðbótar hafi verið haft samband við hann. Þá setja Framarar félagsskiptin í samhengi við fréttir af sænsku markmannskempunni Tomas Svensson sem nýverið gekk frá samningi við Rhein-Neckar Löwen. Fréttatilkynninguna í heild sinni má sjá hér að neðan. Fréttatilkynningin frá FramBasti í Safamýrina Handknattleiksdeild Fram hefur samið við Basta, fullu nafni Sebastian Alexandersson, um að leika með félaginu á komandi leiktíð. Basti er öllum hnútum kunnugur í Safamýrinni en þessi sanni keppnismaður gekk til liðs við Fram 1998 frá Aftureldingu en þá um vorið var ljóst að Reynir Þór Reynisson hyrfi á braut. Fram tefldi fram einu besta markmannspari landsins í Basta og Magnúsi Gunnari Erlendssyni á árunum 1998-2004. Basti hefur unnið ötullega að uppbyggingu afreksstarfs yngri leikmanna á Selfossi undanfarin ár samhliða þjálfun meistaraflokks karla. Lið Selfoss háði hetjulega baráttu fyrir sæti sínu í deildinni á nýafstaðinni leiktíð. Basti tók fram skóna s.l. febrúar og fór mikinn á milli stanganna. Hann varði eins og berserkur og liðið halaði inn stigum undir lok mótsins. Liðið, sem var nýliði í deildinni, féll með minnsta mun eftir að hafa lent með marga menn í meiðslum á leiktíðinni. Eftir að stjórn handknattleiksdeildar Fram komst að því að Basti hefði hugsanlega áhuga á að taka eitt tímabil af krafti sem leikmaður í efstu deild var strax haft samband við hann um að endurnýja kynnin. Basti verður 42 ára í haust og er á besta aldri. Hann er einu og hálfi ári yngri kollegri hans, Tomas Svenson frá Eskilstuna, sem er gekk frá samning við Rhein-Neckar Löwen fyrr í mánuðinum. Það vita ekki allir að Basti og Tomas hafa mæst á handboltavellinum. Leiktíðina 1993-1994 lék Basti með ÍR en haustið 1993 tóku Breiðhiltingar þátt í Evrópukeppni í fyrsta og eina skiptið. Í fyrstu umferð sló ÍR út danska liðið Virum og átti Basti stórleik í íþróttahúsi Seljaskóla. Í annarri umferð var förinni heitið til Baskalands á norður Spáni til að etja kappi við Bidasoa en báðir leikirnir fóru fram ytra. Íþróttahöll Bidasoa er gefin upp fyrir 2200 áhorfendur en þegar flautað var til leiks í fyrri viðureign liðana voru mun fleiri í höllinni. Stemmingin var mögnuð, andrúmsloftið rafmagnað og áhorfendur tóku strax eftir einbeittum markverði ÍR sem fór mikinn í upphitun. ÍR-ingar komust í 3-1 en svo fór að halla undan fæti. Þetta haustkvöld í Baskalandi varði Tomas eitthvað fleiri bolta en Basti. Leiknum lauk þannig að Bidasoa gerði 28 mörk gegn 11, mjög góðum, ÍR mörkum. Eitthvað færri áhorfendur mættu til að sjá síðari viðureign liðanna daginn eftir. Eins og svo oft áður á ferli Basta þá barðist hann til síðustu mínútu og stóð fyrir sínu. Það er aldrei að vita nema Basti og Tomas mætist aftur á handboltavellinum innan tíðar enda nýbúnir að gera nýja samninga við félög sem stefna á titla. Það er stjórn handknattleiksdeildar Fram sönn ánægja að geta boðið Frömurum upp á Sebastian Alexandersson á milli Fram-stanganna á komandi leiktíð. Stjórnin er þakklát fyrir að Basti vilji enda sinn feril sem leikmaður hjá Fram og bindur vonir við að hann nái að miðla reynslu sinni til yngri leikmanna félagsins. Handknattleiksdeild Fram
Olís-deild karla Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Fleiri fréttir Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Sjá meira