Adam Scott mætir til leiks með kylfusvein Tiger Woods 16. júní 2011 15:30 Ástralski kylfingurinn Adam Scott verður með einn þekktasta kylfubera heims á "pokanum“ á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hefst í dag. AP Ástralski kylfingurinn Adam Scott verður með einn þekktasta kylfubera heims á „pokanum" á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hefst í dag. Steve Williams, sem hefur verið aðstoðarmaður Tiger Woods undanfarin ár, verður með Scott á mótinu og vonast Ástralinn til þess að hinn reynslumikli Williams geti aðstoðað sig við að landa sigri á stórmóti í fyrsta sinn. Woods er meiddur á hné og getur því ekki leikið á stórmótinu og hinn þrítugi Scott óskaði eftir því að fá Williams að „láni" frá Woods í þetta mót. Williams, sem er frá Nýja Sjálandi, hefur áður starfað fyrir kylfinga frá Ástralíu og má þar nefna Greg Norman. Williams hefur verið með Woods á 13 af alls 14 sigrum hans á stórmótum en aðeins Jack Nicklaus hefur unnið fleiri stórmót eða alls 18. „Við höfum þekkst í mörg ár og samstarfið gengur vel. Hann er sá besti í þessu fagi og ég þar að koma mér í þá stöðu á þessu móti að hæfileikar hans njóti sín. Til þess þarf ég að vera í baráttunni um sigurinn," sagði Scott en hann lauk samstarfi sínu við kylfuberann Tony Navarro eftir Players meistaramótið í maí. Scott hefur ekki náð sér á strik á opna bandaríska meistaramótinu á undanförnum árum en hann hefur ekki komist í gegnum niðurskurðin í fimm af síðustu níu mótum. Hans besti árangur á stórmóti er 2. sætið en þeim árangri náði hann á Mastersmótinu í apríl. Golf Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ástralski kylfingurinn Adam Scott verður með einn þekktasta kylfubera heims á „pokanum" á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hefst í dag. Steve Williams, sem hefur verið aðstoðarmaður Tiger Woods undanfarin ár, verður með Scott á mótinu og vonast Ástralinn til þess að hinn reynslumikli Williams geti aðstoðað sig við að landa sigri á stórmóti í fyrsta sinn. Woods er meiddur á hné og getur því ekki leikið á stórmótinu og hinn þrítugi Scott óskaði eftir því að fá Williams að „láni" frá Woods í þetta mót. Williams, sem er frá Nýja Sjálandi, hefur áður starfað fyrir kylfinga frá Ástralíu og má þar nefna Greg Norman. Williams hefur verið með Woods á 13 af alls 14 sigrum hans á stórmótum en aðeins Jack Nicklaus hefur unnið fleiri stórmót eða alls 18. „Við höfum þekkst í mörg ár og samstarfið gengur vel. Hann er sá besti í þessu fagi og ég þar að koma mér í þá stöðu á þessu móti að hæfileikar hans njóti sín. Til þess þarf ég að vera í baráttunni um sigurinn," sagði Scott en hann lauk samstarfi sínu við kylfuberann Tony Navarro eftir Players meistaramótið í maí. Scott hefur ekki náð sér á strik á opna bandaríska meistaramótinu á undanförnum árum en hann hefur ekki komist í gegnum niðurskurðin í fimm af síðustu níu mótum. Hans besti árangur á stórmóti er 2. sætið en þeim árangri náði hann á Mastersmótinu í apríl.
Golf Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira