Mickelson hefur fimm sinnum endað í öðru sæti Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 16. júní 2011 19:45 Phil Mickelson hefur aldrei náð að sigra á opna bandaríska meistaramótinu í golfi en hann hefur keppt alls 20 sinnum á þessu móti og mótið í ár er því það 21 sem hann leikur á. AFP Phil Mickelson hefur aldrei náð að sigra á opna bandaríska meistaramótinu í golfi en hann hefur keppt alls 20 sinnum á þessu móti og mótið í ár er því það 21 sem hann leikur á. Mickelson segir að hann hafi látið sig dreyma um að sigra á þessu móti frá því hann var barn en hann er enn ekki hættur að láta sig dreyma þrátt fyrir að vera 41 árs gamall. Mickelson hefur fimm sinnum endað í öðru sæti á opna bandaríska meistaramótinu en hann hefur sigrað þrívegis á Mastersmótinu og einu sinni á PGA –meistaramótinu. Fyrir fimm árum var Mickelson ansi nálægt því að sigra á US Open sem fram fór á Winget Foot vellinum. Þar var hann í harðri baráttu um sigurinn gegn Skotanum Colin Montgomerie en þeir gerðu sig báðir seka um mistök á lokakaflanum og Ástralinn Geoff Ogilvy stóð uppi sem sigurvegari. Mickelson hefur eins og áður segir endað fimm sinnum í öðru sæti á þessu móti og hann á því slæmar minningar frá lokadeginum á þeim öllum. Payne Stewart hafði betur gegn Mickelson árið 1999 með pútti á lokaholunni, árið 2002 sigraði Tiger Woods með þriggja högga mun og árið 2004 fékk Mickelson skramba á 17. á lokadeginum og Retief Goosen frá Suður-Afríku stóð uppi sem sigurvegari. Golf Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Phil Mickelson hefur aldrei náð að sigra á opna bandaríska meistaramótinu í golfi en hann hefur keppt alls 20 sinnum á þessu móti og mótið í ár er því það 21 sem hann leikur á. Mickelson segir að hann hafi látið sig dreyma um að sigra á þessu móti frá því hann var barn en hann er enn ekki hættur að láta sig dreyma þrátt fyrir að vera 41 árs gamall. Mickelson hefur fimm sinnum endað í öðru sæti á opna bandaríska meistaramótinu en hann hefur sigrað þrívegis á Mastersmótinu og einu sinni á PGA –meistaramótinu. Fyrir fimm árum var Mickelson ansi nálægt því að sigra á US Open sem fram fór á Winget Foot vellinum. Þar var hann í harðri baráttu um sigurinn gegn Skotanum Colin Montgomerie en þeir gerðu sig báðir seka um mistök á lokakaflanum og Ástralinn Geoff Ogilvy stóð uppi sem sigurvegari. Mickelson hefur eins og áður segir endað fimm sinnum í öðru sæti á þessu móti og hann á því slæmar minningar frá lokadeginum á þeim öllum. Payne Stewart hafði betur gegn Mickelson árið 1999 með pútti á lokaholunni, árið 2002 sigraði Tiger Woods með þriggja högga mun og árið 2004 fékk Mickelson skramba á 17. á lokadeginum og Retief Goosen frá Suður-Afríku stóð uppi sem sigurvegari.
Golf Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira