Luke Donald tryggði sér sigur og efsta sætið á heimslistanum Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 30. maí 2011 10:45 Luke Donald er í efsta sæti heimslistans. Nordic Photos/Getty Images Enski kylfingurinn Luke Donald tyllti sér í efsta sæti heimslistans í golfi í fyrsta sinn á ferlinum með því að sigra á BMW meistaramótinu á Evrópumótaröðinni í gær. Donald sigraði Lee Westwood frá Englandi í bráðabana um sigurinn en Westwood var í efsta sæti heimslistans. Fyrir sigurinn fékk Donald rúmlega 120 milljónir kr. en mótið var gríðarlega sterkt þar sem sjö af níu efstu á heimslistanum tóku þátt. Það vakti mikla athygli að Donald var ekki valinn í úrvalslið Evrópu fyrir síðustu Ryderkeppni en hann hefur leikið frábærlega á þessu tímabili og verið á meðal 10 efstu í síðustu 9 mótum. Hann hefur unnið sér inn tæplega 600 milljónir kr. á þessu ári, eða rétt um 15 milljónir kr. fyrir hverjar 18 holur sem hann hefur leikið. Donald er 33 ára gamall og er þetta fimmti sigur hans á Evrópumótaröðinni og alls hefur hann unnið þrjú mót á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Golf Mest lesið Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fyrrum eigandi Liverpool látinn Enski boltinn Alexander vann úrvalsdeildina: „Ég stefni á Ally Pally! Ég er ekki búinn hérna“ Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Enski kylfingurinn Luke Donald tyllti sér í efsta sæti heimslistans í golfi í fyrsta sinn á ferlinum með því að sigra á BMW meistaramótinu á Evrópumótaröðinni í gær. Donald sigraði Lee Westwood frá Englandi í bráðabana um sigurinn en Westwood var í efsta sæti heimslistans. Fyrir sigurinn fékk Donald rúmlega 120 milljónir kr. en mótið var gríðarlega sterkt þar sem sjö af níu efstu á heimslistanum tóku þátt. Það vakti mikla athygli að Donald var ekki valinn í úrvalslið Evrópu fyrir síðustu Ryderkeppni en hann hefur leikið frábærlega á þessu tímabili og verið á meðal 10 efstu í síðustu 9 mótum. Hann hefur unnið sér inn tæplega 600 milljónir kr. á þessu ári, eða rétt um 15 milljónir kr. fyrir hverjar 18 holur sem hann hefur leikið. Donald er 33 ára gamall og er þetta fimmti sigur hans á Evrópumótaröðinni og alls hefur hann unnið þrjú mót á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum.
Golf Mest lesið Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fyrrum eigandi Liverpool látinn Enski boltinn Alexander vann úrvalsdeildina: „Ég stefni á Ally Pally! Ég er ekki búinn hérna“ Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira