Luke Donald tryggði sér sigur og efsta sætið á heimslistanum Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 30. maí 2011 10:45 Luke Donald er í efsta sæti heimslistans. Nordic Photos/Getty Images Enski kylfingurinn Luke Donald tyllti sér í efsta sæti heimslistans í golfi í fyrsta sinn á ferlinum með því að sigra á BMW meistaramótinu á Evrópumótaröðinni í gær. Donald sigraði Lee Westwood frá Englandi í bráðabana um sigurinn en Westwood var í efsta sæti heimslistans. Fyrir sigurinn fékk Donald rúmlega 120 milljónir kr. en mótið var gríðarlega sterkt þar sem sjö af níu efstu á heimslistanum tóku þátt. Það vakti mikla athygli að Donald var ekki valinn í úrvalslið Evrópu fyrir síðustu Ryderkeppni en hann hefur leikið frábærlega á þessu tímabili og verið á meðal 10 efstu í síðustu 9 mótum. Hann hefur unnið sér inn tæplega 600 milljónir kr. á þessu ári, eða rétt um 15 milljónir kr. fyrir hverjar 18 holur sem hann hefur leikið. Donald er 33 ára gamall og er þetta fimmti sigur hans á Evrópumótaröðinni og alls hefur hann unnið þrjú mót á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Golf Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Enski kylfingurinn Luke Donald tyllti sér í efsta sæti heimslistans í golfi í fyrsta sinn á ferlinum með því að sigra á BMW meistaramótinu á Evrópumótaröðinni í gær. Donald sigraði Lee Westwood frá Englandi í bráðabana um sigurinn en Westwood var í efsta sæti heimslistans. Fyrir sigurinn fékk Donald rúmlega 120 milljónir kr. en mótið var gríðarlega sterkt þar sem sjö af níu efstu á heimslistanum tóku þátt. Það vakti mikla athygli að Donald var ekki valinn í úrvalslið Evrópu fyrir síðustu Ryderkeppni en hann hefur leikið frábærlega á þessu tímabili og verið á meðal 10 efstu í síðustu 9 mótum. Hann hefur unnið sér inn tæplega 600 milljónir kr. á þessu ári, eða rétt um 15 milljónir kr. fyrir hverjar 18 holur sem hann hefur leikið. Donald er 33 ára gamall og er þetta fimmti sigur hans á Evrópumótaröðinni og alls hefur hann unnið þrjú mót á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum.
Golf Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira