Webber telur mögulegt að geta stefnt á sigur 21. maí 2011 21:11 Fremstu menn á morgun, Sebastian Vettel, Mark Webber og Lewis Hamilton. Webber náði besta tíma í dag í tímatökum. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Mark Webber hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu verður fremstur á ráslínu þegar spænski kappaksturinn fer fram á morgun, á Katalóníu brautinni. Hann náði í dag besta tíma í tímatökum í fyrsta skipti á þessu ári. Sebastian Vettel er annar á ráslínu á Red Bull, Lewis Hamilton á McLaren þriðji og Fernando Alonso fjórði á Ferrrari. Webber og Vettel ræsa í tíunda skipti af tveimur fremstu stöðunum á ráslínu í Formúlu 1 móti með Red Bull liðinu. „Ef allt gengur eins og í sögu, þá munum við að sjálfsögðu geta stefnt á sigur. En maður veit aldrei. Hvað gerðist ekki í Tyrklandi í fyrra og það voru nokkur mót sem Lewis var ekki eins öflugur í tímatökum, en í keppninni gat ég ekki losnað við hann. Ég vona að það verði ekki þannig á morgun", sagði Webber í lok fréttamannafundar á Katalóníu brautinni á Spáni í dag. Í fyrra börðust Webber og Vettel um sigur á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi, en lentu í árekstri, Vettel féll úr leik, Webber tafðist vegna atviksins og Hamilton kom fyrstur í endamark og því minntist Webber á Tyrkland í ummælum sínum á fréttamannafundinum. Webber hefur ekki tekist að vinn mót á þessu ári. Vettel hefur unnið þrjú mót, en Hamilton eitt og Vettel er efstur í stigamótinu með 93 stig, Hamilton er með 59, Webber 55, Button 46 og Alonso 41. Brautin sem ekin er hefur verið notuð frá árinu 1991 og síðustu 10 ára hefur ætíð sá sem er fremstur á ráslínu nælt í gullið. Erfitt hefur þótt að komast framúr á brautinni, en með nýjum dekkjum á þessu ári, KERS kerfi og stillanlegum aftuvæng þykir líklegt að meira verði um framúrakstur á Katalóníu brautinni en áður. Keppnin á Spáni verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun í opinni dagskrá og hefst útsendingin kl. 11.30. Formúla Íþróttir Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Mark Webber hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu verður fremstur á ráslínu þegar spænski kappaksturinn fer fram á morgun, á Katalóníu brautinni. Hann náði í dag besta tíma í tímatökum í fyrsta skipti á þessu ári. Sebastian Vettel er annar á ráslínu á Red Bull, Lewis Hamilton á McLaren þriðji og Fernando Alonso fjórði á Ferrrari. Webber og Vettel ræsa í tíunda skipti af tveimur fremstu stöðunum á ráslínu í Formúlu 1 móti með Red Bull liðinu. „Ef allt gengur eins og í sögu, þá munum við að sjálfsögðu geta stefnt á sigur. En maður veit aldrei. Hvað gerðist ekki í Tyrklandi í fyrra og það voru nokkur mót sem Lewis var ekki eins öflugur í tímatökum, en í keppninni gat ég ekki losnað við hann. Ég vona að það verði ekki þannig á morgun", sagði Webber í lok fréttamannafundar á Katalóníu brautinni á Spáni í dag. Í fyrra börðust Webber og Vettel um sigur á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi, en lentu í árekstri, Vettel féll úr leik, Webber tafðist vegna atviksins og Hamilton kom fyrstur í endamark og því minntist Webber á Tyrkland í ummælum sínum á fréttamannafundinum. Webber hefur ekki tekist að vinn mót á þessu ári. Vettel hefur unnið þrjú mót, en Hamilton eitt og Vettel er efstur í stigamótinu með 93 stig, Hamilton er með 59, Webber 55, Button 46 og Alonso 41. Brautin sem ekin er hefur verið notuð frá árinu 1991 og síðustu 10 ára hefur ætíð sá sem er fremstur á ráslínu nælt í gullið. Erfitt hefur þótt að komast framúr á brautinni, en með nýjum dekkjum á þessu ári, KERS kerfi og stillanlegum aftuvæng þykir líklegt að meira verði um framúrakstur á Katalóníu brautinni en áður. Keppnin á Spáni verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun í opinni dagskrá og hefst útsendingin kl. 11.30.
Formúla Íþróttir Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira